Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Margrét Helga Erlingsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 27. október 2020 12:06 Ekki er búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti. Vísir/Vilhelm Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Um helgina var greint frá því á óvæntum blaðamannafundi að búið væri að færa Landspítalann yfir á neyðarstig vegna covid-19, í fyrsta skiptið í faraldrinum. Ástæðan fyrir því væri hópsýking sem uppgötvaðist á Landakoti síðasta fimmtudag. Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans hefur sagt að það hafi gerst sem hann hafi óttast mest; sýkingin hafi náð til viðkvæmasta hópsins. Í gær var greint frá því að 79 hefðu smitast í tengslum við sýkinguna á Landakoti. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði að ekki væri búið að ná utan um hópsýkinguna. Hann var spurður út í stöðuna á Landakoti í dag. „Þetta verður erfiðara eftir því sem frá líður en okkur sýnist á þeim tölum sem komu í gær að það séu um tíu ný tilfelli sem tengjast Landakoti. Það eru heldur færri en undanfarna daga en við búumst við því að tölur fari lækkandi.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Telur málið á misskilningi byggt Þórólfur var spurður í hvaða farveg hann teldi farsælast að málið færi í. Hann sagðist telja málið vera byggt á misskilningi. „Mér sýnist þetta geta byggst á því að ég heyrði forstjóra Landspítalans segja í gær að athugun þeirra myndi hugsanlega geta leitt til tilkynningar annað hvort til sóttvarnalæknis eða landlæknis, eins og hann orðaði það og ég veit ekki betur en að aðstoðarmaður Landlæknis hafi svarað því á þann hátt að það yrði bara tekið til athugunar og síðan held ég að menn hafi kannski tekið því þannig að Landlæknir sjálfur hafi ætlað að kanna þetta mál. Ég held þetta sé misskilningur um að menn hafi bara ekki vitað hver var búinn að segja hvað,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38 „Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54 Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
Ekki búið að ná utan um hópsýkinguna á Landakoti Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það vonbrigði þegar svo umfangsmikil hópsýking hafi komið upp sem hitti illa fyrir viðkvæmasta hópinn. Hópsýkingar geti þó komið upp hvar sem er. 27. október 2020 08:38
„Við erum á dálítið krítískum tíma núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki nógu ánægður með það að samfélagssmitum fari ekki meira fækkandi en raun ber vitni. 27. október 2020 11:54
Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. 27. október 2020 07:00