„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 07:51 Trump á kosningafundinum í Michigan í gær. Getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Sjá meira