Elías Már skoraði tvö í öruggum bikarsigri | Jafnt í Íslendingaslagnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2020 20:00 Elías Már Ómarsson skoraði tvívegis í kvöld. vísir/getty Elías Már Ómarsson er áfram á skotskónum í Hollandi. Þá gerðu Ísak Bergmann Jóhannesson og Kolbeinn Sigþórsson 2-2 jafntefli er lið þeirra Norrköping og AIK mættust í sænsku úrvalsdeildinni. Elías Már var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior er liðið vann öruggan 4-0 sigur á Helmond Sport í hollensku bikarkeppninni í kvöld. Elías Már skoraði annað mark Excelsior undir lok fyrri hálfleiks og heimamenn því 2-0 yfir í hálfleik. Elías gerði svo gott sem út um leikinn eftir rúman klukkutíma er hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Excelsior. Skömmu síðar bættu samherjar hans við fjórða markinu og lokatölur því 4-0. Excelsior þar með komið áfram í næstu umferð bikarsins. Íslendingalið IFK Norrköping fékk AIK í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn að venju á miðju liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn af bekk AIK þegar hálftími var til leiksloka. Sebastian Larsson bjargaði stigi fyrir gestina þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. En svängig match i ösregnet slutar 2 2 efter att Sebastian Larsson kvitterat från straffpunkten.— AIK Fotboll (@aikfotboll) October 26, 2020 Norrköping er nú í 2. sæti með 40 stig eftir 25 leiki, líkt og Häcken og Elfsborg. Fyrrnefnda liðið á þó leik til góða. AIK er hins vegar í 11. sæti með 31 stig eftir að hafa leikið 24 leiki. Fótbolti Sænski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira
Elías Már Ómarsson er áfram á skotskónum í Hollandi. Þá gerðu Ísak Bergmann Jóhannesson og Kolbeinn Sigþórsson 2-2 jafntefli er lið þeirra Norrköping og AIK mættust í sænsku úrvalsdeildinni. Elías Már var á sínum stað í byrjunarliði Excelsior er liðið vann öruggan 4-0 sigur á Helmond Sport í hollensku bikarkeppninni í kvöld. Elías Már skoraði annað mark Excelsior undir lok fyrri hálfleiks og heimamenn því 2-0 yfir í hálfleik. Elías gerði svo gott sem út um leikinn eftir rúman klukkutíma er hann skoraði annað mark sitt og þriðja mark Excelsior. Skömmu síðar bættu samherjar hans við fjórða markinu og lokatölur því 4-0. Excelsior þar með komið áfram í næstu umferð bikarsins. Íslendingalið IFK Norrköping fékk AIK í heimsókn í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping og lék allan leikinn að venju á miðju liðsins. Kolbeinn Sigþórsson kom inn af bekk AIK þegar hálftími var til leiksloka. Sebastian Larsson bjargaði stigi fyrir gestina þegar þrjár mínútur voru til leiksloka en leiknum lauk með 2-2 jafntefli. En svängig match i ösregnet slutar 2 2 efter att Sebastian Larsson kvitterat från straffpunkten.— AIK Fotboll (@aikfotboll) October 26, 2020 Norrköping er nú í 2. sæti með 40 stig eftir 25 leiki, líkt og Häcken og Elfsborg. Fyrrnefnda liðið á þó leik til góða. AIK er hins vegar í 11. sæti með 31 stig eftir að hafa leikið 24 leiki.
Fótbolti Sænski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Sjá meira