Íslenski boltinn

Vestramenn búnir að ráða eftirmann Bjarna Jó

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Heiðar Birnir Torleifsson, til hægri.
Heiðar Birnir Torleifsson, til hægri. Vestri.is

Lengjudeildarlið Vestra er búið að ráða nýjan þjálfara sem mun taka við liðinu þegar yfirstandandi leiktíð lýkur.

Sá heitir Heiðar Birnir Torleifsson en hann þekkir vel til eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins undanfarið ár. 

Hann tekur við liðinu af reynsluboltanum Bjarna Jóhannssyni sem hefur stýrt Vestra undanfarin þrjú ár en Vestri, sem er nýliði í Lengjudeildinni, situr í 7.sæti deildarinnar þegar tveimur umferðum er ólokið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.