Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2020 18:53 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Vísir/Baldur Hrafnkell Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti. Frá þessu greindi Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í viðtali í kvöldfréttum RÚV. Sjúklingarnir þrír bætast við þá tuttugu og sex sem greindust með kórónuveiruna á öldrunarlækningadeild Landakots í dag. Páll segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. Hann hvetur starfsfólk spítalans til að huga að sóttvörnum í hvívetna. „Við höfum enn ekki náð alveg utan um þá sýkingu eins og ég vonaðist til,“ sagði Páll í kvöldfréttum RÚV. Sjötíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum degi frá fjórtánda október í þessari bylgju faraldursins. Af þeim voru tæp áttatíu prósent í sóttkví við greiningu. Um þrjátíu eru á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél Stór hluti þessara smita tengist Landakoti en þar hafa tuttugu og níu manns greinst með Covid19, nítján sjúklingar og tíu starfsmenn. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir þaðan á Landspítalann í Fossvogi en enginn þurft innlögn á gjörgæslu. Búist er við fleiri muni greinast með veiruna á næstu dögum. Þá greindust þrír á Reykjalundi í gær og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. „Af þessum hefur enginn starfsmaður lagst inn en af þessum sextán sjúklingum eru tíu komnir yfir á Fossvog vegna Covid-veikinda en níu eftir á Landakoti,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er sú að þetta er auðvitað alvarleg klasasýking sem hefur átt sér stað í hópi sjúklinga og starfsfólks á Landakoti. Við höfum verið að vinna að því baki brotnu að ná utan um þetta og því er ekki lokið,“ segir Páll. Brýnir fyrir starfsfólki að gæta að sóttvörnum Um hundrað starfsmenn Landspítala eru í sóttkví. „Það má segja að í nær öllum tilfellum þar sem sýkingar hafa komið upp á heilbrigðisstofnunum er það vegna þess að starfsfólk hefur komið með sýkingarnar utan úr samfélaginu. Ég vil nota tækifærið og brýna, ég veit að starfsfólk er að gera sitt besta, en það þarf að brýna að fólk hugi einstaklega vel að sóttvörnum og að sé minnsti grunur um að fólk sé með einhver einkenni að vera þá heima,“ segir Páll. Nú eru þrjátíu og einn sjúklingur inniliggjandi á spítala vegna Covid-veikinda, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Páll segir álagið á spítalanum mikið. „Það er rétt að þetta er farið að taka ansi mikið í en það eru allir uppi á dekki að bregðast við þessu. Markmiðið núna er að stabílísera ástandið og ná utan um þessar sýkingar, bæði innan spítalans en líka að fylgja eftir mögulegum smitum annars staðar.“ „Það er þegar komið upp að það er sýking á Sólvöllum á Eyrarbakka sem rekja má til sýkingarinnar á Landakoti og við erum að fylgja því eftir með skimun hvort um smit geti verið að ræða annars staðar,“ segir Páll. Staðan býsna alvarleg Hann segir hópinn mjög viðkvæman og róðurinn þungan. „Þetta er mjög viðkvæmur hópur og þetta er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá. Þeim mun meiri ástæða að bregðast strax og harkalega við,“ segir Páll. „Róðurinn er þungur, sérstaklega núna. Við höfðum alltaf áhyggjur í þessari þriðju bylgju sérstaklega af mönnun fagfólks og hins vegar að geta ekki útskrifað fólk sem búið væri að meðhöndla á Landspítala,“ segir hann. Það hafi hingað til gengið ágætlega að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð en núna sé það verkefni erfiðara. „Það verkefni að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð, það þarf þá sérstaklega að hafa varann á og við þurfum að vera alveg viss um að það sé ekki möguleg sýking neins staðar,“ segir Páll. „Staðan er býsna alvarleg en mér sýnist við vera að ná stjórn á þessu hjá okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. 24. október 2020 15:37 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti. Frá þessu greindi Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í viðtali í kvöldfréttum RÚV. Sjúklingarnir þrír bætast við þá tuttugu og sex sem greindust með kórónuveiruna á öldrunarlækningadeild Landakots í dag. Páll segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. Hann hvetur starfsfólk spítalans til að huga að sóttvörnum í hvívetna. „Við höfum enn ekki náð alveg utan um þá sýkingu eins og ég vonaðist til,“ sagði Páll í kvöldfréttum RÚV. Sjötíu og sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki fleiri greinst á einum degi frá fjórtánda október í þessari bylgju faraldursins. Af þeim voru tæp áttatíu prósent í sóttkví við greiningu. Um þrjátíu eru á sjúkrahúsi og fjórir á gjörgæslu, þar af einn í öndunarvél Stór hluti þessara smita tengist Landakoti en þar hafa tuttugu og níu manns greinst með Covid19, nítján sjúklingar og tíu starfsmenn. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir þaðan á Landspítalann í Fossvogi en enginn þurft innlögn á gjörgæslu. Búist er við fleiri muni greinast með veiruna á næstu dögum. Þá greindust þrír á Reykjalundi í gær og tveir á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. „Af þessum hefur enginn starfsmaður lagst inn en af þessum sextán sjúklingum eru tíu komnir yfir á Fossvog vegna Covid-veikinda en níu eftir á Landakoti,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er sú að þetta er auðvitað alvarleg klasasýking sem hefur átt sér stað í hópi sjúklinga og starfsfólks á Landakoti. Við höfum verið að vinna að því baki brotnu að ná utan um þetta og því er ekki lokið,“ segir Páll. Brýnir fyrir starfsfólki að gæta að sóttvörnum Um hundrað starfsmenn Landspítala eru í sóttkví. „Það má segja að í nær öllum tilfellum þar sem sýkingar hafa komið upp á heilbrigðisstofnunum er það vegna þess að starfsfólk hefur komið með sýkingarnar utan úr samfélaginu. Ég vil nota tækifærið og brýna, ég veit að starfsfólk er að gera sitt besta, en það þarf að brýna að fólk hugi einstaklega vel að sóttvörnum og að sé minnsti grunur um að fólk sé með einhver einkenni að vera þá heima,“ segir Páll. Nú eru þrjátíu og einn sjúklingur inniliggjandi á spítala vegna Covid-veikinda, þar af eru fjórir á gjörgæslu og einn í öndunarvél. Páll segir álagið á spítalanum mikið. „Það er rétt að þetta er farið að taka ansi mikið í en það eru allir uppi á dekki að bregðast við þessu. Markmiðið núna er að stabílísera ástandið og ná utan um þessar sýkingar, bæði innan spítalans en líka að fylgja eftir mögulegum smitum annars staðar.“ „Það er þegar komið upp að það er sýking á Sólvöllum á Eyrarbakka sem rekja má til sýkingarinnar á Landakoti og við erum að fylgja því eftir með skimun hvort um smit geti verið að ræða annars staðar,“ segir Páll. Staðan býsna alvarleg Hann segir hópinn mjög viðkvæman og róðurinn þungan. „Þetta er mjög viðkvæmur hópur og þetta er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá. Þeim mun meiri ástæða að bregðast strax og harkalega við,“ segir Páll. „Róðurinn er þungur, sérstaklega núna. Við höfðum alltaf áhyggjur í þessari þriðju bylgju sérstaklega af mönnun fagfólks og hins vegar að geta ekki útskrifað fólk sem búið væri að meðhöndla á Landspítala,“ segir hann. Það hafi hingað til gengið ágætlega að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð en núna sé það verkefni erfiðara. „Það verkefni að útskrifa fólk sem lokið hefur meðferð, það þarf þá sérstaklega að hafa varann á og við þurfum að vera alveg viss um að það sé ekki möguleg sýking neins staðar,“ segir Páll. „Staðan er býsna alvarleg en mér sýnist við vera að ná stjórn á þessu hjá okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. 24. október 2020 15:37 Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. 24. október 2020 15:37
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34