Innlent

„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Guðlaug Rakel segir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu smitanna. 
Guðlaug Rakel segir að allt sé gert til að hefta útbreiðslu smitanna.  Vísir/Vilhelm

Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu kórónuveirusmitanna á Landakoti, að sögn Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs Landspítala. Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn hafa greinst með veiruna og fastlega er gert ráð fyrir að sú tala muni hækka. Tíu sjúklingar hafa verið fluttir á Landspítalann Fossvogi með mikil einkenni.

„Þetta er mjög mikið áhyggjuefni. Þetta er hópsýking og það má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans,“ segir Guðlaug í samtali við fréttastofu, eftir fund sinn með farsóttanefnd Landspítalans.

Af persónuverndarsjónarmiðum getur Guðlaug ekki upplýst um hvort einhver sé alvarlega veikur.

„Ég get ekki svarað því en við erum búin að flytja tíu sjúklinga inn í Fossvog, sem segir að þeir eru veikir og það var ástæða til að flytja þá þangað,“ segir hún. Allir tíu eru sjúklingar á Landakoti. Enginn starfsmaður hefur verið sendur á spítala vegna veikindanna.

Að minnsta kosti hundrað manns eru komnir í sóttkví og kallað hefur verið til bakvarðasveitarinnar. Guðlaug segir hlutina í stöðugri endurskoðun.

„Við munum funda með Landakoti eftir hádegi og farsóttanefndin fundar aftur klukkan fjögur. Við erum að gera ákveðnar ráðstafanir á Landakoti varðandi hólfun og slíkt og það verður unnið í því í dag, þannig að í raun er allt gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu á þessu smiti.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×