Innlent

76 ný kórónuveirusmit í gær

Kjartan Kjartansson skrifar
Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstað skimun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir kórónuveirunni.
Langar raðir hafa myndast fyrir utan skimunarstað skimun Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrir kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm

Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær og ekki hafa fleiri greinst smitaðir á einum degi frá 14. október í þessari bylgju faraldursins. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga.

Af innanlandssmitunum greindust 57 smitaðir eftir svonefnda einkennasýnatöku en nítján við sóttkvíar- eða handahófsskimun. Af þeim voru 79% í sóttkví en 21% ekki.

Samkvæmt nýjustu tölum almannavarna og landlæknis liggja nú nítján á sjúkrahúsi með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu. Í gær voru átján á sjúkrahúsi og þrír á gjörgæslu.

Nú eru 1.081 í einangrun, 71 fleiri en í gær. Fólki í sóttkví fækkar þó töluvert, 1.979 í dag en var 2.452 í gær.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.