Einn í öndunarvél og fjórir á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. október 2020 15:37 Fjöldi starfsmanna Landspítalans hefur þurft að fara í sóttkví. Vísir/Vilhelm Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. Tveir hafa þá verið fluttir á Landspítalann af hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, eftir að hafa greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Nokkur fjöldi starfsfólks spítalans hefur þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Þá hafa fleiri starfsmenn farið í sóttkví að undanförnu vegna samskipta við smitaða einstaklinga. Hún segir að í þeirri bylgju faraldursins sem nú ríður yfir hafi ekki enn þurft að leita í bakvarðarsveitir heilbrigðisstarfsfólks. „Við erum ekki byrjuð á því. Það kann að vera að við þurfum að gera það, en við höfum ekki gert það núna. Við höfum náð að manna þetta nokkuð,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá að sumir þeirra starfsmanna sem hafi þurft að fara í sóttkví geti þó sótt vinnu, og eru þá í annað hvort sóttkví B eða C, sem oft er einu nafni nefnt vinnusóttkví. „Þetta er ómissandi fólk sem fer þá í vinnu, þrátt fyrir að vera í sóttkví.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Einn er nú í öndunarvél með Covid-19 og fjórir á gjörgæslu á Landspítalanum. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir að enginn þeirra tíu Covid-sjúklinga sem fluttir voru af Landakoti yfir á Landspítalann séu á gjörgæslu. Tveir hafa þá verið fluttir á Landspítalann af hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, eftir að hafa greinst með kórónuveiruna í gærkvöldi. Nokkur fjöldi starfsfólks spítalans hefur þurft að fara í sóttkví vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Þá hafa fleiri starfsmenn farið í sóttkví að undanförnu vegna samskipta við smitaða einstaklinga. Hún segir að í þeirri bylgju faraldursins sem nú ríður yfir hafi ekki enn þurft að leita í bakvarðarsveitir heilbrigðisstarfsfólks. „Við erum ekki byrjuð á því. Það kann að vera að við þurfum að gera það, en við höfum ekki gert það núna. Við höfum náð að manna þetta nokkuð,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá að sumir þeirra starfsmanna sem hafi þurft að fara í sóttkví geti þó sótt vinnu, og eru þá í annað hvort sóttkví B eða C, sem oft er einu nafni nefnt vinnusóttkví. „Þetta er ómissandi fólk sem fer þá í vinnu, þrátt fyrir að vera í sóttkví.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12 „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi. 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru í sóttkví. 24. október 2020 14:12
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34