Erlent

Evrópu­þingið bjargaði græn­metis­borgurunum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Eigendur þessa hamborgarastaðar eru væntanlega nokkuð ánægðir með niðurstöðuna.
Eigendur þessa hamborgarastaðar eru væntanlega nokkuð ánægðir með niðurstöðuna. EPA/Andy Rain

Evrópuþingið felldi tillögu um að bannað yrði að kalla kjötlausar vörur grænmetispylsur, veganborgara eða öðrum nöfnum sem hafa almennt verið notuð um kjötvörur.

Copa-Cogeca, stærstu bændasamtök álfunnar, börðust fyrir banninu og sögðu þessi vöruheiti afvegaleiða almenning. Andstæðingar tillögunnar sögðu það hins vegar fráleitt. Þá væri bann í þversögn við samþykkt markmið Evrópusambandsins um að hvetja neytendur til þess að velja vörur með minna kolefnisfótspor í því skyni að draga úr loftslagsbreytingum.

Sky News hafði eftir sænska Evrópuþingmanninum Jytte Guteland að hún ætlaði að fagna niðurstöðunni með veganborgara.

Árið 2017 bannaði þingið vöruheiti á borð við sojamjólk eða plöntuostur og var það bann hert fyrr í vikunni. Nú má ekki lengur selja vörur sem heita til dæmis ostalíki.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.