Gylfi með fyrir­­liða­bandið er E­ver­ton tapaði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í dag en hann bar fyrrliðabandið Everton í fjarveru Seamus Coleman.
Gylfi í leiknum í dag en hann bar fyrrliðabandið Everton í fjarveru Seamus Coleman. Tony McArdle - Everton FC

Everton tapaði 2-0 gegn Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta tap Everton á leiktíðinni.

Gylfi Þór Sigurðsson var með fyrirliðabandið og byrjaði á miðsvæðinu ásamt Allan og Abdoulaye Doucoure.

Íslenski landsliðsmaðurinn var nálægt því að skora fyrsta markið en tréverkið hélt boltanum frá markinu á 19. mínútu.

Á 27. mínútu skoraði James Ward-Prowse fyrsta mark leiksins. Hann fékk boltann í teignum eftir sendingu Danny Ings og skoraði með góðu skoti.

Einungis átta mínútum síðar tvöfölduðu heimamenn forystuna. Che Adams skoraði þá eftir fyrirgjöf en aftur var arkitektinn Danny Ings.

Staðan var 2-0 í hálfleik en Everton náði lítið að ógna heimamönnum. Gylfi var tekinn af velli eftir klukkutímaleik en á 72. mínútu fékk Lucas Digne rautt spjald.

Fleiri urðu mörkin ekki og sanngjarn sigur Southampton. Everton er áfram á toppi deildarinar með þrettán stig en Southampton er í 5. sætinu með tíu stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.