Franskir kennarar vilja leiðbeiningar og vernd Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2020 22:18 Kennarinn Samuel Paty var myrtur á hrottalegan hátt fyrir að sýna skopmyndir af Múhammeð spámanni. Hann var jarðaður í gær. AP/Francois Mori Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu. Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Franskir kennarar segjast ritskoða sjálfa sig til að forðast deilur við nemendur og kennara vegna trúarbragða og málfrelsis. Hrottalegt morð kennara, sem var myrtur vegna skopmynda af Múhammeð spámanni sem hann sýndi nemendum, hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og komið af stað umræðu um frönsk gildi. Kennarar vilja frekari leiðbeiningar og vernd yfirvalda. Aðskilnaður ríkis og kirkju, frönsk veraldarhyggja og hlutleysi trúarbragða er einn af hornsteinum Frakklands og hafa þessi gildi, sem á frönsku gallast „laicité“, lengi verið innrætt í Frakka í gegnum skólastarf. Samkvæmt umfjöllun Reuters hefur kennurum þó þótt það mun erfiðara á undanförnum árum. Kennarar á yngri skólastigum segjast jafnvel ekki hafa lesið söguna um gríslíngana þrjá af ótta við mótmæli frá múslimum og sagnfræðikennarar hafa forðast að fjalla um trúarádeilur. Sagðist hafa verið heigull í kjölfar árásar Einn kennari sem blaðmenn Reuters ræddu við segist hafa sjálfritskoðað sjálfa sig töluvert. Hún starfaði í grunnskóla í París og sagðist hafa fundið fyrir hatri gagnvart frönskum gildum. Hún hafi óttast hefndaraðgerðir. Rifjaði hún upp árásina á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015 og sagði að hún hefði lítið talað um hana við nemendur sína. „Við héldum mínútu þögn og héldum svo áfram. Ég var heigull,“ sagði hún. Þessi vandræði þykja hvað umfangsmest í fátækari úthverfum Parísar. Þar segja kennarar að listinn yfir málefni sem erfitt sé að ræða sé sífellt stækkandi og kenna þeir fjölskyldumeðlimum og samfélagsleiðtogum um að hafa áhrif á ungmenni. Stjórnvöld í Frakklandi segjast meðvituð um vandamálið. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, lýsti því yfir í gær að ríkið myndi standa vörð um frönsk gildi og verja kennara. Kennarar vilja þó frekari leiðbeiningar og tryggingar frá yfirvöldum. „Á ég að tala um þetta við nemendur mína þegar þeir koma aftur úr vetrarfríi, með skopmynd af spámanninum í hönd?“ sagði einn listakennari við Reuters. Hún ímyndaði sér að það yrði verra að segja ekki neitt. „Í dag er ég hrædd. Ég óttast þó meira hvað gerist ef við látum svo hræðilega hluti hafa áhrif á umræðuna.“ Grípa til aðgerða vegna „aðskilnaðarafla“ Í byrjun mánaðarins opinberaði Emmanuel Macron, forseti, áætlun ríkisstjórnar hans varðandi íslömsk öfgaöfl í landinu. Hann sagði henni ætlað að berjast gegn „aðskilnaðaröflum“ og verja franska múslima frá utanaðkomandi áhrifum. Sjá einnig: Macron hefur baráttu gegn aðskilnaðaröflum Hann sagði einnig að markmiðið væri að verja lýðveldið og gildi þess og loforð um jafnræði og frelsi. Það er einnig að tryggja franska veraldarhyggju og hlutleysi trúarbragða í Frakklandi. Á undanförnum árum hafa fjölmargar hryðjuverkaárásir verið gerðar af íslamistum í Frakklandi. Samhliða því hafa fordómar gegn íslamstrú aukist í landinu.
Frakkland Tengdar fréttir Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45 Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Sjá meira
Greiddi nemendum til að benda á kennarann Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að tveir nemendur í skólanum þar sem Samuel Paty kenndi hafi fengið greitt fyrir að bera kennsl á hann fyrir morðingjans hans. 21. október 2020 19:45
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent