Enski boltinn

James ekki með E­ver­ton um helgina eftir tæk­lingu Vans Dijk

Anton Ingi Leifsson skrifar
James liggur óvígur eftir í leiknum um helgina þar sem hart var barist.
James liggur óvígur eftir í leiknum um helgina þar sem hart var barist. Peter Byrne - Pool/Getty Images

James Rodriguez verður væntanlega ekki í leikmannahópi Everton er liðið mætir Southampton um helgina í enska boltanum.

Rodriguez meiddist í grannaslagnum gegn Liverpool um helgina en hann var ekki sá eini sem meiddist í leiknum þar sem hart var barist.

Eins og flestir knattspyrnuáhugamenn vita meiddist Virgil van Dijk einnig í leiknum eftir tæklingu Jordan Pickford en Liverpool menn voru allt annað en sáttir við þá tæklingu.

„Því miður átti James í vandræðum í leiknum. Hann lenti í tæklingu við Van Dijk í byrjun leiksins og ég held að hann verði ekki klár fyrir leikinn gegn Southampton,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Everton í dag.

„Til að taka það fram þá erum við mjög leiðir yfir meiðslum Virgil van Dijk. Allir hér vona að hann nái sér sem fyrst.“

„Það var þessi árekstur við Pickford og Pickford kom of seint. Staðreyndin er hins vegar sú að enska úrvalsdeildin er mjög hröð og það er ekki erfitt að koma of seint.“

„Hann var ekki að reyna meiða Van Dijk og hann veit að Jordan er leiður yfir þessu,“ sagði sá Ítalski.

Meiðsli James gætu þó gefið Gylfa Sigurðssyni möguleika á að koma inn í byrjunarlið Everton en Gylfi hefur spilað vel er hann hefur fengið tækifæri á þessari leiktíð.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.