Erlent

Dönsk yfirvöld mæla gegn ferðalögum til nær allra landa

Kjartan Kjartansson skrifar
Tómlegt hefur verið um að litast á Kastrup-flugvelli eins og mörgum öðrum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst síðasta vetur. Dönum er nú ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu, nánast hvert sem er.
Tómlegt hefur verið um að litast á Kastrup-flugvelli eins og mörgum öðrum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst síðasta vetur. Dönum er nú ráðlagt að ferðast ekki að nauðsynjalausu, nánast hvert sem er. Vísir/EPA

Aðeins Noregur, Grikklandi og fimm héruð í Svíþjóð eru undanskilin ráðleggingum danskra yfirvalda um að fólk ferðist ekki þangað að nauðsynjalausu vegna kórónuveirufaraldursins eftir að listi yfir slík ríki var uppfærður.

Fjölgun kórónuveirusmita leiddi til þess að dönsk yfirvöld bættu Þýskalandi, Kýpur og fjórum sænskum héruðum á lista yfir ríki og svæði sem ferðaviðvörun gildir fyrir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Nýgengi smitaðra á þessum svæðum er nú meira en þrjátíu smit á hverja 100.000 íbúa undanfarna fjórtán daga.

Nýja ferðaviðvörunin tók gildi strax. Samkvæmt upplýsingum borgaraþjónustu danska utanríkisráðuneytisins þurfa Danir sem eru staddir í ríkjunum sem bættust á listann ekki að haska sér heim strax. Þeir gangist undir skimun þegar þeir snúa aftur heim.

Jafnvel þó að Noregur sé ekki á þessum lista þurfa danskir ríkisborgarar að gangast undir sóttkví við komu þangað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×