Segja að rétt hefði verið að snúa Júlíusi Geirmundssyni til hafnar fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 21. október 2020 23:00 Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Vísir/Hafþór Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Skipinu var siglt til hafnar á Ísafirði á sunnudaginn til að taka olíu og fóru áhafnarmeðlimir þá í sýnatöku. Ekki var beðið eftir niðurstöðum heldur siglt aftur á mið. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Skipverjarnir fengu svo leyfi til að yfirgefa skipið í dag. Þá var komið í ljós að níu úr áhöfn skipsins höfðu jafnað sig af Covid-19 og voru með mótefni. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera áfram í einangrun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Sjá einnig: Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Í áðurnefndri yfirlýsingu segir þó að fyrirtækið vilji koma því á framfæri að fljótlega eftir að veikindin komu upp hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki hafi þótt ástæða til að kalla skipið til hafnar. Eftir að niðurstöður úr skimuninni lágu fyrir hafi skipinu verið snúið umsvifalaust til hafnar. „Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að um 213 tonn af frystum afurðum séu í lestum skipsins og ekkert bendi til þess að Covid-19 geti borist með matvælum, samkvæmt Matvælastofnun og alþjóðlegra stofnana. Þá verður skipið sótthreinsað á næstu dögum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Kalla hefði átt Júlíus Geirmundsson til hafnar fyrr og segja alla áhöfn skipsins í skimun fyrir Covid-19, miðað við þá vitneskju sem nú liggur fyrir. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem gerir út frystitogarann. Nítján skipverjar af 25 greindust með Covid-19 í gær eftir þriggja vikna túr á sjó. Menn fóru að veikjast á fyrstu dögum túrsins. Skipinu var siglt til hafnar á Ísafirði á sunnudaginn til að taka olíu og fóru áhafnarmeðlimir þá í sýnatöku. Ekki var beðið eftir niðurstöðum heldur siglt aftur á mið. Þegar í ljós kom að nítján væru með smit var siglt til baka og komið til hafnar á Ísafirði í hádeginu í gær. Skipverjarnir fengu svo leyfi til að yfirgefa skipið í dag. Þá var komið í ljós að níu úr áhöfn skipsins höfðu jafnað sig af Covid-19 og voru með mótefni. Þrettán eru smitaðir og þurfa að vera áfram í einangrun. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að ættingjar skipverja hafi verið ósáttir við að skipinu hafi ekki verið snúið til hafnar þegar fyrst fór að bera á veikindum. Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri frystihússins, vildi ekki svara fyrirspurn fréttastofunnar um af hverju það hefði ekki verið gert í dag. Sjá einnig: Vill ekki svara hvers vegna skipinu var ekki snúið við Í áðurnefndri yfirlýsingu segir þó að fyrirtækið vilji koma því á framfæri að fljótlega eftir að veikindin komu upp hafi verið haft samband við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Ekki hafi þótt ástæða til að kalla skipið til hafnar. Eftir að niðurstöður úr skimuninni lágu fyrir hafi skipinu verið snúið umsvifalaust til hafnar. „Í ljósi þeirrar vitneskju sem nú liggur fyrir hefði átt að kalla skipið fyrr til hafnar og setja alla áhöfnina í skimun,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir einnig að um 213 tonn af frystum afurðum séu í lestum skipsins og ekkert bendi til þess að Covid-19 geti borist með matvælum, samkvæmt Matvælastofnun og alþjóðlegra stofnana. Þá verður skipið sótthreinsað á næstu dögum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11 Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir skipverjar eru smitaðir af Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. 20. október 2020 12:11
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23