Guðni: Mjög erfið ákvörðun og enginn áberandi góður kostur í stöðunni Anton Ingi Leifsson skrifar 20. október 2020 18:13 Guðni Bergsson. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Þróttur R. | Toppslagur í Kópavogi Í beinni: Valur - FHL | Botnliðið á Hlíðarenda Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að ákvörðun KSÍ í dag um að halda áfram með Íslandsmótin í meistaraflokki hafi verið erfið en sambandið setur stefnuna á að klára öll mót fyrir 1. desember. KSÍ tilkynnti í dag að sambandið ætli að halda öllum mótum meistaraflokka karla og kvenna í öllum deildum áfram svo framarlega sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember. „Við vonumst til að geta haldið áfram eftir 3. nóvember er bráðabirgðaákvæðið reglugerðar ráðherra tekur enda og að þá getum við hafist handa við æfingar og leiki. Markmiðið okkar er að ljúka mótunum í öllum deildum,“ sagði Guðni í samtali við Guðjón Guðmundsson skömmu eftir yfirlýsingu KSÍ. „Þetta var mjög erfið ákvörðun. Þarna eru alls konar hagsmunir og þetta er margþætt ákvörðun. Það er við ýmislegt að etja t.d. í aðstöðumálum, veðurfari, heilbrigðismálum. Þetta var stór ákvörðun og tók mikið á.“ Það hafa verið stíf fundarhöld í höfuðstöðvum KSÍ undanfarna daga og Guðni segir að margir, langir fundir hafi átt sér stað í hinum ýmsu nefndum. „Við höfum fundað mikið og tekið þetta sérstaklega fyrir í mótanefndinni. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Við erum búin að ræða þetta fram og til baka og það er áberandi enginn góður kostur í stöðunni en við töldum þetta bestu leiðina fram á við.“ „Að fara eftir þeirri reglugerð sem við settum í sumar; að við myndum gefa okkur til 1. desember til að ljúka mótunum ef möguleiki væri á. Við vonumst eftir að þessum takmörkunum verði afleitt á höfuðborgarsvæðinu og við getum hafið leik og við getum klárað mótið.“ Hann segir að það sé ekki sama uppi á teningnum alls staðar og sambandið sé meðvitað um það en stefnan hafi samt verið sett á að klára mótið. „Umhverfið er erfitt. Það er erfitt að stöðva æfingar og geta ekki spilað svo vikum skiptir. Það setur mikla pressu á okkur. Það eru alls konar mál sem þarf að eiga við; sérstaklega í landsbyggðinni og neðri deildunum þar sem aðstaðan er kannski ekki alveg jafn góð. Við erum meðvituð um það og þetta hefur verið erfitt.“ Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Guðni Bergsson
Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) KSÍ Tengdar fréttir KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23 Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna Fótbolti Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Fótbolti Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Enski boltinn Karlremban Chicharito í klandri Fótbolti Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Körfubolti „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Fótbolti Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Körfubolti Isak fer ekki í æfingaferðina Enski boltinn Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Þróttur R. | Toppslagur í Kópavogi Í beinni: Valur - FHL | Botnliðið á Hlíðarenda Í beinni: Tindastóll- Þór/KA | Norðanslagur á Króknum „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Sjá meira
KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta. 20. október 2020 16:23