Enski boltinn

Segir Agüero augljóslega hafa ætlað að ógna

Sindri Sverrisson skrifar
Sergio Agüero með höndina á öxl Sian Massey-Ellis.
Sergio Agüero með höndina á öxl Sian Massey-Ellis. Getty/Michael Regan

Sergio Agüero hefur víða verið gagnrýndur eftir að hann lagði hönd á öxl Sian Massey-Ellis en hún var aðstoðardómari á leik Manchester City og Arsenal á laugardaginn.

Agüero var sýnilega óánægður með að Massey-Ellis skyldi dæma Arsenal innkast, mótmælti ákvörðuninni og greip svo snöggt um öxl hennar. Massey-Ellis ýtti hendi Agüero strax í burtu, skokkaði frá honum og leikurinn hélt áfram.

Agüero hlaut enga refsingu vegna atviksins í leiknum né heldur hefur honum verið refsað eftir leik. Sitt sýnist hverjum um það.

Sarai Bareman, yfirmaður knattspyrnumála kvenna hjá FIFA, hrósaði Massey-Ellis fyrir hennar viðbrögð en sagði ekki hægt að láta málið átölulaust.

„Það er augljóst að þetta var til þess gert að ógna og þessi hegðun er ólíðandi. Það er algjört lágmark að það sé viðurkennt. Það er hins vegar ekki í mínum höndum hvort að einhver refsing hlýst af þessu,“ sagði Bareman við CNN.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.