Ákæra rússneska hermenn fyrir skæðar tölvuárásir Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 19:03 Rússarnir sex eru sagðir starfa fyrir GRU, leyniþjónstu herafla Rússlands. AP/Andrew Harnik Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira