Kínverjar hóta að meina Bandaríkjamönnum að yfirgefa Kína Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. október 2020 23:54 Málsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins gegn þremur kínversum fræðimönnum hefur vakið miklar deilur milli ríkjanna. Go Nakamura/Getty Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“ Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Kínversk yfirvöld hafa varað yfirvöld í Washington við því að Bandaríkjamönnum í Kína verði meinað að fara úr landi. Það verði gert vegna málsóknar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn fræðimönnum sem hafa tengsl við kínverska herinn. Samkvæmt heimildamönnum Wall Street Journal hafa kínversk yfirvöld ítrekað varað yfirvöld í Bandaríkjunum við þessu og notað til þess ýmsar leiðir. Viðvararnir hljóði svo að hætti Bandaríkjastjórn ekki málsóknum á hendur kínverskum fræðimönnum gæti orðið svo að Bandaríkjamenn í Kína muni verða lögsóttir vegna brota á lögum. Hvorki Hvíta húsið, utanríkisráðuneyti né dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafa brugðist við fréttunum þrátt fyrir fyrirspurnir. Þá hefur kínverska sendiráðið í Washington ekki brugðist við fyrirspurnum. Þúsund kínverskum ríkisborgurum vísað úr landi Ráðgjafi í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði þann 14. september síðastliðinn óráðlegt að ferðast til Kína og sagði hann að kínversk yfirvöld veldu Bandaríkjamenn af handahófi sem teknir væru í gæsluvarðhald, og væri það notað til þess að beita Bandaríkjastjórn þrýstingi. Í júlí voru þrír Kínverjar handteknir af Alríkislögreglu Bandaríkjanna og voru þeir sakaðir um að hafa leynt því, þegar þeir sóttu um landvistarleyfi til að sinna rannsóknum við bandaríska háskóla, að þeir væru meðlimir í kínverska hernum, PLA. Þá var að tilkynnt í síðasta mánuði að meira en þúsund kínverskir ríkisborgarar hafi verið sviptir landvistarleyfi í Bandaríkjunum. Það var gert eftir að Bandaríkjaforseti gaf út tilskipun að neita ætti kínverskum stúdentum og fræðimönnum um landvistarleyfi vegna öryggisástæðna. Kínversk stjórnvöld hafa sagt tilskipunina mannréttindabrot. Á þeim tíma sagði talskona utanríkisráðuneytisins að Bandaríkin myndu halda áfram að bjóða „lögmæta stúdenta og fræðimenn frá Kína, sem ekki styddu áform Kommúnistaflokks Kína um hernaðarlega yfirburði, velkomna.“
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35 Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43 Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Varaði við köldu stríði Kína og Bandaríkjanna Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, varaði við hættunni á að nýtt kalt stríð brytist út á milli Bandaríkjanna og Kína í ávarpi sínu á fyrsta allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem fer fram í fjarfundi. 22. september 2020 16:35
Stefnir í að losun Bandaríkjanna aukist vegna stefnu Trump Afnám reglna sem var ætlað að vinna gegn loftslagsbreytingum í tíð Donalds Trump Bandaríkjaforseta gæti leitt til þess að losun gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum verði hátt í tveimur milljörðum tonna meiri en ella fram til 2035. 18. september 2020 11:43
Gagnrýnir Kína harðlega fyrir heræfingar Tsai Ing-wen, forseti Taívan, segir það að kínverskum herþotum hafi verið flogið að eyríkinu tvisvar sinnum á síðustu dögum, sé til marks um þá ógn sem ríkjum í austurhluta Asíu stafi af Kína. 20. september 2020 14:00