Erlent

Armenía og Aserbaídsjan semja um vopnahlé

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé vegna deilna um héraðið Nagorno-Karabakh.
Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé vegna deilna um héraðið Nagorno-Karabakh. Aziz Karimov/Getty

Armenía og Aserbaídsjan hafa samið um vopnahlé í deilunum um héraðið Nagorno-Karabakh. Vopnahléið hófst á miðnætti í kvöld að staðartíma, eða klukkan átta að íslenskum tíma.

Ákvörðunin var tekin í samræmi við vopnahlé sem var samþykkt um síðustu helgi. Vopnahléið var þó brotið og höfðu Armenar og Aserar sakað hvorn annan um að hafa brotið gegn vopnahléinu í Nagorno-Karabakh í liðinni viku.

Átök milli Asera og Armena hófust í héraðinu í lok september og hafa hundruð látið lífið. Héraðið er hluti af Aserbaídsjan en Armenar hafa öldum saman búið í héraðinu.

Átök vegna héraðsins hafa ekki verið meiri síðan sex ára stríð braust út milli ríkjanna á níunda áratugnum og var vopnahlé samþykkt árið 1994.


Tengdar fréttir

Fluttu hjálpargögn en ekki vopn til Jerevan

Fjölmiðlar í Aserbaídsjan segja að vopn hafi verið flutt frá Íslandi til Armeníu um helgina og hafa vísað til fragtflugvélar Icelandair sem flogið var frá Keflavík til Jerevan, höfuðborgar Armeníu.

Sam­þykktu vopna­hlé í Na­gorno-Kara­bakh

Armenar og Aserar hafa samþykkt tímabundið vopnahlé í deilum sínum um Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Rússlands í nótt, eftir að fulltrúar ríkjanna höfðu fundað í um tíu klukkustundir í Moskvu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.