Staðan í Evrópu geti versnað hratt Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. október 2020 23:17 Sérfræðingar telja að ef um 95% fólks notaði grímur og fylgdi öðrum sóttvarnatilmælum mætti bjarga um 281.000 mannslífum fram að febrúar. Myndin er af lestarstöð í Berlín, höfuðborg Þýskalands. Sean Gallup/Getty Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira
Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. Síðasta sólarhringinn greindust yfir 149.000 ný tilfelli veirunnar í Evrópu, eða 9.000 fleiri en daginn áður og yfir 40.000 fleiri en greindust tveimur dögum fyrr. Dánartíðni hefur þó lækkað. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Hans Kluge, yfirmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) í Evrópu, að ástæða þess að dauðsföllum hefur ekki fjölgað í sama hlutfalli við staðfestar sýkingar og var í fyrstu bylgju vera þá að ungt fólk sé tekið að greinast með Covid-19 í meira mæli. Það er ólíklegra til að deyja af völdum sjúkdómsins en eldra fólk. Spálíkön um framvindu faraldursins í Evrópu mála þó svarta mynd af því sem gæti orðið, samkvæmt Kluge. Hann telur að ef ríkisstjórnir álfunnar muni slaka á samkomutakmörkunum og öðrum sóttvarnaskilyrðum geti það leitt til þess að dánartíðni af völdum Covid-19 mun allt að fimmfaldast miðað við það sem var í mars og apríl. Hans Kluge er yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann telur að grímunotkun mikils fjölda fólks geti bjargað þúsundum mannslífa.Izzet Mazi/Anadolu Agency via Getty Hann segir hins vegar að bjarga mætti um 281.000 mannslífum fram að febrúar næstkomandi með grímunotkun 95% fólks og öðrum sóttvarnaráðstöfunum, svo sem fjarlægðartakmörkunum. Þá hefur BBC eftir Kluge að ríkisstjórnir verði að hafa í huga að heimilisofbeldi og slæm áhrif á geðheilsu geti verið fylgifiskar samkomutakmarkana, útgöngubanna og annarra sóttvarnaaðgerða. Kalla eftir samhæfingu í smitrakningu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur farið þess á leit við ríkisstjórnir aðildarríkja sinna að þau bæti nú í viðbragð sitt við faraldrinum. Sérstaklega er þeim ráðlagt að samhæfa sig í smitrakningu og undirbúa dreifingu bóluefnis, en faraldurinn hefur verið í sókn í Evrópu undanfarnar vikur og fjöldi ríkja hert aðgerðir. Í Tékklandi hefur skólum og krám verið lokað, en þar hefur fjöldi staðfestra smita hátt í tvöfaldast í október og og hafa tæplega 145.000 sýkst af Covid-19 þar í landi. Fyrr í dag yfirgaf Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnarinnar, fund á vegum Evrópusambandsins eftir að einn í starfsliði hennar greindist með veiruna. Hún er nú í einangrun og segir það vera varúðarráðstöfun, þar sem hún hafi farið í sýnatöku en ekki greinst með kórónuveiruna. Ursula Von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, er nú í einangrun eftir að smit kom upp í starfsliði hennar. Hún kveðst hafa fengið neikvæða niðurstöðu úr sýnatöku.Sean Gallup/Getty
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Sjá meira
Óttast að Evrópuþjóðir séu ekki búnar undir þriðju bylgju faraldursins Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins varar nú við því að ríkisstjórnir aðildarríkja sambandsins séu óviðbúnar uppsveiflu kórónuveirufaraldursins sem nú virðist skollin á í álfunni. 15. október 2020 10:58