Segir af og frá að Rooney taki við Derby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 23:00 Wayne Rooney verður ekki þjálfari Derby County. ekki strax allavega. EPA-EFE/PETER POWELL Fyrr í dag fóru að kvisast út orðrómar þess efnis að staða Philip Cocu sem þjálfara Derby County í ensku B-deildinni væri í hættu. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sá kom í síðustu umferð er liðið lagði Norwich City 1-0 á Carrow Road, heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn 49 ára gamli Cocu hefur átt undir högg að sækja allt síðan hann tók við þjálfarastöðunni hjá Derby á síðustu leiktíð og í dag fóru orðrómar á kreik um að Wayne Rooney, leikmaður liðsins sem er einnig hluti af þjálfarateyminu, gæti tekið við af Cocu. Mel Morris, eigandi félagsins, blés á slíkar sögusagnir í dag. „Hann er undir álagi en hún kemur frá honum sjálfum, ekki okkur,“ sagði eigandinn um álagið sem er á þjálfara liðsins. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður þar sem úrslitin eru slæm. Það er góður skilningur okkar á milli og við vitum af hverju hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Við erum öruggir um að áætlanir okkar muni snúa hlutunum við fyrr heldur en seinna.“ „Við höfum ekki einu sinni íhugað að eiga þær umræður,“ var svar Morris varðandi hinn 34 ára gamla Rooney sem þjálfara. „Það er landsleikjahlé og slúðurmiðlarnir gera hvað sem þeir geta til að fá athygli. Wayne Rooney er stórt nafn og er það eflaust eina ástæðan fyrir að þetta kom upp,“ sagði eigandi Derby að lokum. Derby County getur unnið sinn annan leik í röð er Watford heimsækir Pride Park annað kvöld. Hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira
Fyrr í dag fóru að kvisast út orðrómar þess efnis að staða Philip Cocu sem þjálfara Derby County í ensku B-deildinni væri í hættu. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sá kom í síðustu umferð er liðið lagði Norwich City 1-0 á Carrow Road, heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn 49 ára gamli Cocu hefur átt undir högg að sækja allt síðan hann tók við þjálfarastöðunni hjá Derby á síðustu leiktíð og í dag fóru orðrómar á kreik um að Wayne Rooney, leikmaður liðsins sem er einnig hluti af þjálfarateyminu, gæti tekið við af Cocu. Mel Morris, eigandi félagsins, blés á slíkar sögusagnir í dag. „Hann er undir álagi en hún kemur frá honum sjálfum, ekki okkur,“ sagði eigandinn um álagið sem er á þjálfara liðsins. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður þar sem úrslitin eru slæm. Það er góður skilningur okkar á milli og við vitum af hverju hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Við erum öruggir um að áætlanir okkar muni snúa hlutunum við fyrr heldur en seinna.“ „Við höfum ekki einu sinni íhugað að eiga þær umræður,“ var svar Morris varðandi hinn 34 ára gamla Rooney sem þjálfara. „Það er landsleikjahlé og slúðurmiðlarnir gera hvað sem þeir geta til að fá athygli. Wayne Rooney er stórt nafn og er það eflaust eina ástæðan fyrir að þetta kom upp,“ sagði eigandi Derby að lokum. Derby County getur unnið sinn annan leik í röð er Watford heimsækir Pride Park annað kvöld. Hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Sjá meira