Enski boltinn

Höfnuðu öll hugmynd Liverpool og United

Sindri Sverrisson skrifar
Hugmyndir Liverpool og Manchester United hlutu ekki hljómgrunn.
Hugmyndir Liverpool og Manchester United hlutu ekki hljómgrunn. Getty/Martin Rickett

Ensku úrvalsdeildarfélögin hafa ákveðið að hafna áætlun sem fól í sér fækkun liða, afnám deildabikarsins og fleira.

Verkefnið hefur verið kallað Stóra myndin (e. Project Big Picture) og sagt runnið undan rifjum risanna í enska boltanum, Liverpool og Manchester United.

Hugmyndirnar hljóðuðu meðal annars upp á fækkun liða í úrvalsdeild úr 20 í 18, að deildabikarinn og samfélagsskjöldurinn yrðu liðin tíð, og að valdastaða þeirra liða sem lengst hefðu verið í deildinni yrði efld.

Í yfirlýsingu frá ensku úrvalsdeildinni í dag segir að öll 20 félögin í deildinni hafi samþykkt að ekki yrði reynt að koma Stóru myndinni í framkvæmd.

Félögin ætla að vinna að nýrri áætlun um fjármögnun í enska fóboltanum. Þá samþykktu þau að leggja til 50 milljónir punda til að aðstoða félög í C- og D-deild, vegna fjárhagstjóns sem þau hafa orðið fyrir vegna kórónuveirukrísunnar.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.