Öfgamenn ræddu um að myrða ríkisstjórann og ræna öðrum Kjartan Kjartansson skrifar 13. október 2020 21:00 Ralph Northam, ríkisstjóri Virginíu, reitti hægriöfgahópa til reiði með því að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Hópur þeirra ræddi um að ræna honum og ríkisstjóra Michigan. Vísir/EPA Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Nokkrir þeirra hægriöfgamanna sem voru handteknir vegna ráðabruggs um að ræna ríkisstjóra Michigan í Bandaríkjunum í síðustu viku ræddu um að skjóta hann í höfuðið og ræna ríkisstjóra Virginíu. Mennirnir voru ósáttir við sóttvarnaaðgerðir ríkisstjóranna sem eru báðir demókratar. Alríkislögreglumaður bar vitni í dag um að fimm af þrettán mönnum sem voru handteknir fyrir að leggja á ráðin um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, í síðustu viku hafi rætt um að myrða hana. Þeir hafi einnig talað um að ræna Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu. „Á þessum fundi ræddu þeir um möguleg skotmörk, að taka sitjandi ríkisstjóra, sérstaklega álitaefni varðandi ríkisstjóra Michigan og Virginíu á grundvelli sóttvarnaskipana,“ sagði Richard Trask, alríkislögreglumaður, og vitnaði í heimildarmenn og dulkóðuð samskipti sakborninganna. Hann bar vitni þegar tekin var fyrir krafa fimm sakborninga um lausn gegn tryggingu fyrir svæðisdómstól í dag. Einn mannanna stakk upp á í skilaboðum að skjóta Whitmer, mögulega dulbúinn sem flatbökusendill. Mennirnir vildu „rétta“ yfir Whitmer sem þeir töldu seka um landráð. Vildu þeir grípa til aðgerða fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Að minnsta kosti sjö sakborningar af þrettán tengjast vopnaðri sveit hægrimanna í Michigan. Þeir eru ákærðir fyrir brot í ríkinu. Sex sakborninganna sæta aftur á móti alríkisákæru fyrir að leggja á ráðin um mannrán. Þeir gætu átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Donald Trump forseti og ýmsir hægriöfgahópar hafa deilt hart á Whitmer vegna aðgerða hennar gegn kórónveirufaraldrinum. Hvatti forsetinn íbúa bæði Michigan og Virginíu til þess að „frelsa“ ríkin í apríl.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02 Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04 Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09 Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49 Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Flytja þurfti fjölskyldu Whitmer vegna öfgamanna Gretchen Whitmer, ríkisstjóri Michigan, og fjölskylda hennar voru flutt á milli felustaða af lögregluþjónum á meðan fylgst var með mönnum sem lögðu á ráðin með að ræna henni. 9. október 2020 17:02
Sakaði ríkisstjóra Virgínu ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór mikinn í símaviðtali við vin sinn Sean Hannity á Fox New í gær og sakaði hann meðal annars Ralph Northam, ríkisstjóra Virginíu, ranglega um að hafa tekið ungbarn af lífi. 9. október 2020 15:04
Setti ráðabruggið í samhengi við orðræðu Trumps Gretchen Whitmer ríkisstjóri Michigan var harðorð í garð Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sem hún flutti á blaðamannafundi í dag. 8. október 2020 23:09
Ætluðu að ræna ríkisstjóra Michigan Alríkislögregla Bandaríkjanna segist hafa stöðvað ráðabrugg hóps manna um að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra Michigan, og fella stjórnvöld ríkisins. 8. október 2020 16:49
Trump hvetur fólk til að mótmæla sóttvarnaaðgerðum Íhaldsmenn í þremur ríkjum þar sem demókratar eru ríkisstjórar hafa komið saman til að mótæla aðgerðum gegn kórónuveirufaraldrinum í gær og í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti hvatti mótmælendurna til dáða á Twitter í dag þrátt fyrir kröfur þeirra stangist á við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar. 17. apríl 2020 19:49