Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 07:18 Donald Trump á kosningafundinum í gær. Eins og sést á myndinni voru ekki margir stuðningsmanna hans með grímur. Getty/Joe Raedle Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira