Trump sneri aftur eftir Covid-19 og hélt fjölmennan kosningafund í Flórída Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2020 07:18 Donald Trump á kosningafundinum í gær. Eins og sést á myndinni voru ekki margir stuðningsmanna hans með grímur. Getty/Joe Raedle Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti á kosningafund í Flórída í gær, tæpum tveimur vikum eftir að hann greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19. Ellefu dagar eru síðan forsetinn greindist með veiruna. Hann var lagður inn á spítala daginn eftir þar sem hann dvaldi í þrjár nætur. Síðastliðinn sunnudag sagði Sean Conley, læknir Trumps, hann ekki vera smitandi og í gær tilkynnti hann að forsetinn hefði greinst neikvæður fyrir veirunni nokkra daga í röð. Hann nefndi þó engar tilteknar dagsetningar í því samhengi. Þúsundir komu saman á kosningafundi Trumps í gær sem haldinn var utandyra í borginni Sanford. Margir þeirra voru ekki með grímur. „Ég labba inn og kyssi alla“ Á meðal þess sem Trump státaði sig af í ræðu sinni á fundinum var vöxtur hlutabréfamarkaðarins og að hafa komið tveimur dómurum í Hæstarétt Bandaríkjanna, auk þess sem þriðji dómarinn væri á leiðinni, Amy Coney Barrett. Þá setti forsetinn spurningamerki við skarpskyggni Joe Biden, frambjóðanda Demókrata. watch on YouTube Þá ræddi Trump einnig Covid-19 og bata sinn. „Þeir segja að ég sé ónæmur. Mér líður eins og ég sé svo kraftmikill. Ég labba inn og kyssi alla. Ég kyssi strákana og fallegu konurnar, ég smelli á þig stórum, feitum kossi,“ sagði forsetinn meðal annars. Fundurinn var sá fyrsti af fjórum sem forsetinn hyggst halda á næstu fjórum dögum í ríkjum þar sem baráttan um forsetaembættið er hvað hörðust á milli hans og Biden. Engin tilviljun að koma til baka í Flórída Aðeins þrjár vikur eru nú til kjördags. Samkvæmt könnunum er Biden með tíu prósentustiga forskot á landsvísu en munurinn er minni í nokkrum lykilríkjum, til dæmis Flórída, þar sem Biden leiðir með 3,7 prósentustigum samkvæmt meðaltali sem Real Clear Politics hafa reiknað út. Að því er segir í frétt BBC um málið er það engin tilviljun að Trump velji Flórída til þess að koma aftur í kosningabaráttuna eftir kórónuveirusmitið. Hann vill og þarf að vinna Flórída í kosningunum en hann vann nauman sigur þar árið 2016. Ríkið er eitt af hinum svokölluðu „sveifluríkjum“ (e. swing states), það er ríkjum sem Demókratar og Repúblikanar hafa skipst á að vinna í gegnum tíðina. Ríkið er sögulega talið mjög mikilvægt enda hefur það aðeins gerst ellefu sinnum í 42 forsetakosningum í sögu Bandaríkjanna sá sem sigrar kjörið í Flórída nær ekki kjöri sem Bandaríkjaforseti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent „Ég er sá sem get fellt hann“ Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir „Ég er sá sem get fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sjá meira