Erlent

Trump segist ónæmur og hvergi banginn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Donald Trump hefur hingað til ekki verið hrifinn af andlitsgrímum.
Donald Trump hefur hingað til ekki verið hrifinn af andlitsgrímum. AP Photo/Alex Brandon

Donald Trump segir að staðfesting lækna hans á því að hann smiti ekki lengur eftir kórónuveirusmit geri það að verkum að hann geti aftur farið á fullt í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í næsta mánuði. Hann segist vera ónæmur fyrir Covid-19.

Sean Conley, læknir Donalds Trump Bandaríkjaforseta, gaf í gær út minnisblað þar sem hann greinir frá því að hann telji forsetann ekki lengur eiga á hættu að smita aðra af kórónuveirunni. Hann þurfi því ekki lengur að sæta einangrun.

Minnisblaðið var gefið út eftir að forsetinn kom fram á svölum Hvíta hússins og hélt ræðu fyrir hóp stuðningsmanna sinna. Trump segist ætla að ferðast til Flórída á morgun, en það er eitt af lykilríkjum í kosningabaráttunni sem Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, leiðir ef marka má skoðanakannanir.

Þá stefnir hann á að halda fjöldafundi í Pennsylvaníu og Iowa í vikunni. Forsetinn dvaldi alls í þrjá daga á spítala eftir að hann greindist með veiruna og segir Trump að hann þurfi ekki lengur að taka inn lyf vegna smitsns.

„Það lítur út fyrir að ég sé ónæmur, kannski í langan tíma, kannski í stuttan tíma, kannski til æviloka. Enginn veit það í rauninni,“ sagði Trump í sjónvarpsviðtali á FOX News sjónvarpstöðinni í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.