Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. október 2020 14:25 Maður í Suður-Kóreu fylgist með hersýningu norðursins í beinni útsendingu. Á myndinni má sjá langdræg flugskeyti sem sýnd voru á hersýningunni í nótt. AP Photo/Lee Jin-man Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. Í Norður-Kóreu er það til siðs að nýjustu vopn séu sýnd á slíkum hersýningum og segja sérfræðingar að flugskeytin, sem sýnd voru í nótt, gætu drifið á milli heimsálfa. Þetta er fyrsta hersýningin sem haldin er í landinu í tvö ár og hafa flugskeyti, líkt og þau sem sýnd voru á hersýningunni í nótt, ekki verið sýnd á hersýningum landsins frá því að Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu héldu sinn fyrsta friðarviðræðufund árið 2018. Hermenn Norður-Kóreu á hersýningu ríkisins í nótt.AP Photo/Lee Jin-man Hvorki erlendar fréttveitur né erlendir aðilar fengu að fylgjast með viðburðinum og hafa spekingar því þurft að rýna í fréttir og myndefni sem gefið hefur verið út af ríkismiðli Norður-Kóreu. Kim sagði í ræðu sem hann flutti á viðburðinum að landið muni halda áfram að „styrkja“ her sinn til „sjálfsvarnar og varnaðaráhrifa.“ Þetta er fyrsta hersýning Norður-Kóreu í um tvö ár.AP Photo/Lee Jin-man Þá sagðist hann einnig þakklátur því að engir norðurkóreumenn hafi smitast af Covid-19 sjúkdómnum. „Ég óska öllum þeim sem berjast við þennan vonda vírus á heimsvísu góðrar heilsu,“ sagði Kim. Sérfræðingar telja afar ólíklegt að veiran hafi ekki borist til landsins en gripið hefur verið til harðra aðgerða í Norður-Kóreu til að fyrirbyggja að hún berist til landsins. Landamærum ríkisins var lokað í janúar til þess að koma í veg fyrir að veran bærist frá nágrannaríkinu Kína og hafa fregnir borist af því að yfirvöld hafi heimilað landamæravörðum að skjóta alla þá sem nálgast landamærin á færi. Í síðasta mánuði baðst Kim afsökunar á því að 47 ára gamall suðurkóreumaður hafi verið skotinn til bana af hersveitum Norður-Kóreu. Hann fannst af hersveitum landsins í sjónum í lögsögu Norður-Kóreu og var hann skotinn til bana og síðan kveikt í líkinu.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Lofar að skila líki suðurkóresks manns Spenna hefur farið vaxandi milli Norður- og Suður-Kóreu undanfarin misseri og tilkynntu norðurkóresk yfirvöld í dag að þau myndu afhenda lík suðurkóresks manns sem drepinn var af hersveitum Norður-Kóreu finnist hann í leitaraðgerðum. 26. september 2020 23:26
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59