Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 10:59 Kim Yong Un, einræðisherra Norður-Kóreu. AP/KCNA Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið. Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. Umfang aðgerða yfirvalda þykir mögulega til marks um að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar sé meiri en ríkisstjórn Kim Jong Un hefur haldið fram. Einræðisherrann skipaði í síðasta mánuði fyrir um að setja skyldi útgöngubann á í borginni Kaesong. Þá hafði maður þar sýnt einkenni Covid-19. Ríkismiðill Norður-Kóreu sagði að maðurinn hefði flúið til Suður-Kóreu fyrir þremur árum og að hann hefði nýverið laumað sér aftur til Norður-Kóreu. Maður þessi er grunaður um að hafa nauðgað konu í Suður-Kóreu. Því hafði verið haldið fram að enginn hafi smitast í Norður-Kóreu. Það hefur þó verið dregið í efa af sérfræðingum og þá sérstaklega vegna þess hve margir fara yfir landamæri Norður-Kóreu og Kína, þar sem sjúkdómurinn stakk fyrst upp kollinum, og vegna þess að yfirvöld í einræðisríkinu hafa áður logið um faraldra þar í landi. Í skýrslu til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segja yfirvöld í Norður-Kóreu að 64 hafi verið skipaðir í einangrun í Keasong og 3.571 í sóttkví og þetta hafi verið gert á 40 daga tímabili. Frá áramótum segjast yfirvöld í Norður-Kóreu hafa skipað 25.905 manns í einangrun. Búið var að gera próf á manninum sem sem laumaði sér yfir landamærin en samkvæmt þeim upplýsingum sem WHO fékk frá Norður-Kóreu skiluðu þau próf ekki afgerandi niðurstöðum. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur WHO kallað eftir frekari upplýsingum frá Norður-Kóreu. Meðal þeirra sem búið er að grípa til í Norður-Kóreu er að banna fjöldasamkomur. Allir þurfa að bera grímur á almannafæri og sumarfrí í skólum og leikskólum hafa verið framlengd. Greinandi í Suður-Kóreu, sem AP ræddi við, segir að þó stór faraldur hafi ef til vill ekki átt sér stað enn í Norður-Kóreu, sé nánast öruggt að þar hafi töluverður fjöldi smitast. Landamærum Norður-Kóreu hefur verið lokað og aðgengi utanaðkomandi aðila hefur verið nánast ekkert að undanförnu. Það er þó alfarið óljóst hvort yfirvöld í Norður-Kóreu búi í raun yfir getu til að skima eftir Covid-19 og hve umfangsmikil sú skimun geti verið.
Norður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18 Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06 Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Hafna því að flóttamaðurinn sé smitaður Yfirvöld í Suður-Kóreu hafna því að maður sem flúði til Suður-Kóreu og er sagður hafa snúið aftur til Norður-Kóreu fyrir rúmri viku síðan sé smitaður af kórónuveirunni. 27. júlí 2020 07:18
Norður-Kórea hættir við hernaðaraðgerðir gegn Suður-Kóreu Norður-Kórea hefur ákveðið að hætta við það að beita Suður-Kóreu hernaðaraðgerðum. 23. júní 2020 23:06
Ekkert lát á bæklingasendingum til Norður-Kóreu Aðgerðasinnar í Suður-Kóreu sendu bæklinga með áróðursefni norður yfir landamærin í nótt, í trássi við tilmæli stjórnvalda. Spennan á Kóreuskaga hefur aukist mikið undanfarna daga. 23. júní 2020 19:00