Síðustu „Bítlarnir“ færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 8. október 2020 10:10 El Shafee Elsheikh og Alexanda Kotey. Vísir/AP Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur. Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, voru færðir fyrir dómara í Bandaríkjunum í gær. Þeir hafa verið ákærðir vegna morða fjögurra bandarískra gísla ISIS. Gíslarnir fjórir hétu James Foley, Steven Sotloff, Kayala Mueller og Peter Kassig. Kotey og Elsheik kvoru í haldi bandarískra hermanna í Írak en voru fluttir til Bandaríkjanna í gær. Þeir neita sök. Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Þeir eru sagðir koma að morðum 27 gísla ISIS. Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi. Christopher A. Wray, yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, og alríkissaksóknarar héldu blaðamannafund í gær þar sem þeir fóru yfir málið og sögðu ákærurnar byggja á mikilli vinnu. Meðal annars eru þeir ákærðir fyrir gíslatökur sem leiða til dauðsfalla og fyrir aðkomu að morðum. Verði þeir fundnir sekir gætu þeir verið dæmdir til lífstíðarfangelsis. Lengi hafði staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Þeir hafa þó verið sviptir breskum ríkisborgararétti. Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur. Það var ítrekað í gær að ekki stæði til að fara fram á dauðadóm. Samkvæmt frétt New York Times er það talið sigur fyrir fjölskyldur mannanna að þeir hafi verið ákærðir en ekki sendir til Gvantanamó fangabúðanna á Kúbu. Fari réttarhöld fram íl málinu munu þó án efa fela í sér vitnisburð frá fyrrverandi gíslum hryðjuverkasamtakanna og Bítlanna, frá Evrópu. Þeir myndu þá segja frá meðferð þeirra og hvernig Kotey og Elsheikh komu fram við þá. Meðal þess sem kemur fram í ákærunum er að Kotey og Elsheikh hafi hjálpað til við að stýra „fangelsi“ gísla ISIS. Þeir komu að lausnargjaldsviðoræðum, pyntuðu gísla, líkamlega og andlega, og þvinguðu evrópska gísla til að horfa á aftöku sýrlensks manns og var það liður í lausnargjaldsviðræðum. Eftir það sagði Elsheikh minnst einum gísli að hann væri næstur.
Bandaríkin Tengdar fréttir Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55 Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Fleiri fréttir Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Sjá meira
Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. 6. október 2020 11:55
Ekki farið fram á dauðarefsingu í máli ISIS Bítlanna Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt þeirri bresku að ekki verði sóst eftir því að tveir vígamenn Íslamska ríkisins, sem þekktir hafa verið undir viðurnefninu Bítlarnir, verði dæmdir til dauða. 19. ágúst 2020 23:56