Erlent

Bítlar ISIS á leið til Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi Bítlanna svokölluðu. Hann var felldur í loftárás.
Mohammed Emwazi, eða Jihadi John, var leiðtogi Bítlanna svokölluðu. Hann var felldur í loftárás. Vísir/EPA

Þeir Alexanda Kotey og El Shafee Elsheikh, tveir síðustu meðlimir alræmds hóps vígamanna Íslamska ríkisins sem gengu undir nafninu Bítlarnir, eru í haldi bandarískra hermanna í Írak. Búist er við því að þeir verði fluttir til Bandaríkjanna um miðjan mánuðinn. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa tekið þátt í ránum vestrænna gísla ISIS og aftökum þeirra.

Bítlarnir svokölluðu voru alræmdur hópur erlendra vígamanna ISIS sem fengu nafnið vegna hreims þeirra. Allir voru frá vesturhluta London og pyntuðu fjórmenningarnir vestræna gísla samtakanna og tóku þá af lífi. Elsheikh er sakaður um að hafa aflífað blaðamenn sem voru í haldi ISIS.

Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða 27 gísla þeirra.

Elsheikh og Alexanda Kotey voru handsamaðir í Sýrlandi í byrjun ársins 2018. Mohammed Emwazi, sem gekk undir nafninu Jihadi John, var felldur í loftárás árið 2015 og Aine Davis var handtekinn í Tyrklandi og situr þar í fangelsi.

NBC News hefur væntanlegan flutning mannanna til Bandaríkjanna eftir heimildarmönnum sínum.

Í viðtali við NBC í sumar viðurkenndu þeir Elsheikh og Kotey að hafa komið að því að halda Kaylu Mueller og að hafa barið blaðamanninn James Foley, sem var svo seinna myrtur af Mohammed Emwazi, leiðtoga Bítlanna.

Aðgerðinn þar sem Abu Bakr al-Baghdadi, fyrrverandi leiðtogi ISIS, var fellur var nefnd „Operation Kayla Mueller“

Sjá einnig: Hvernig hermenn Bandaríkjanna duttu í „lukkupottinn“

Lengi hefur staðið til að flytja mennina til Bandaríkjanna en það hefur tafist vegna málaferla í Bretlandi en þeir voru breskir ríkisborgarar. Bretar eru alfarið á móti dauðarefsingum og leggjast yfirleitt alltaf gegn því að breskir ríkisborgarar séu dæmdir til dauða í öðrum ríkjum. Í kjölfar þess voru Bítlarnir sviptir ríkisborgararétti þeirra.

Eftir að William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hét því að dauðarefsing yrði tekin af borðinu fór málið af stað aftur.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.