Delta hefur náð landi í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2020 12:43 Íbúar Cancun í röð til að kaupa gas. Þesi mynd var tekin í gær. AP/Victor Ruiz Garcia Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. Veðurfræðingar og embættismenn á svæðinu höfðu óttast fellibylinn verulega en Delta varð fjórða stigs fellibylur í gær áður en hann missti aftur kraft seinni partinn. Carlos Jaquín, ríkisstjóri, hefur þó varað íbúa og ferðamenn við því að Delta sé kraftmikill og hættulegur fellibylur. Margir hafa verið fluttir af lágt liggjandi svæðum og þúsundir halda til í þar til gerðum skýlum. 160 slík voru opnuð í Cancun, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Spár segja til um að sjávarborð muni hækka töluvert, eða allt að fjóra metra, og að hætta sé á skyndiflóðum vegna rigningar á svæðinu. Hurricane #Delta makes landfall along the coast of northeastern Mexico near Puerto Morelos around 5:30 AM CDT with estimated maximum winds of 110 mph. Latest information at: https://t.co/tW4KeGdBFb pic.twitter.com/cWKYybKCMi— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 7, 2020 Búist er við því að Delta safni svo aftur miklum krafti yfir Mexíkóflóa og skelli svo á suðurströnd Bandaríkjanna á föstudaginn. Veðurfræðingar segja útlit fyrir að fellibylurinn verði töluvert stærri og kraftmeiri þá. Miðað við núverandi stefnu gæti Delta náð landi allt frá Louisiana til Flórída. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Mexíkó Veður Loftslagsmál Bandaríkin Tengdar fréttir Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33