Formaður knd. Hauka segir ummæli Þorsteins grafa undan uppbyggingu annarra félaga Anton Ingi Leifsson skrifar 6. október 2020 21:21 Þorsteinn Halldórsson er þjálfari Breiðabliks sem situr á toppi Pepsi Max deildar kvenna. vísir/bára Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, vandar Þorsteini Halldórssyni, þjálfara Breiðabliks, ekki kveðjurnar í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðu Hauka. Ummæli Þorsteins um Sveindísi Jane Jónsdóttir í síðasta mánuði vöktu mikla athygli en þar sagði Þorsteinn að Sveindís hefði fyrr átt að fljúga úr hreiðrinu í Keflavík og í sterkari æfingaumhverfi. Ummælin voru mikið rædd og nú fær hann Þorsteinn orð í eyra úr Hafnarfirði. „Tilgangurinn með þessum ummælum virðist vera markaðssetning á kvennaliði Breiðabliks þar sem markmiðið er að fá enn fleiri efnilegar stúlkur til að ganga til liðs við félagið,“ skrifaði Halldór. Og hélt áfram. „Stelpur sem spila með „lakari“ liðum í Pepsí Max deildinni, Lengjudeildinni eða í 2. deildinni. Stelpur sem eru í stórum hlutverkum í sínum liðum, fá að njóta sín, takast á við mótlæti, að þroskast og þróast sem leikmenn. Það kemur ávallt að þeim tímapunkti að efnilegir leikmenn taka næsta skref á sínum ferli, hvort sem það er að fara í sterkara lið hér á landi eða beint út í atvinnumennsku.“ „Hins vegar er þessi markaðssetning þjálfara Breiðablik taktlaus þar sem tilraunin virðist vera sú að reyna að fá 15 til 16 ára stúlkur til að yfirgefa sín uppeldisfélög – það er verið að grafa undan þeirri uppbyggingu sem á sér stað í fjölmörgum félögum.“ Allan pistilinn má lesa á fésbókarsíðu Hauka. Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. 1. október 2020 07:01 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Halldór Jón Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar Hauka, vandar Þorsteini Halldórssyni, þjálfara Breiðabliks, ekki kveðjurnar í pistli sem hann skrifar á fésbókarsíðu Hauka. Ummæli Þorsteins um Sveindísi Jane Jónsdóttir í síðasta mánuði vöktu mikla athygli en þar sagði Þorsteinn að Sveindís hefði fyrr átt að fljúga úr hreiðrinu í Keflavík og í sterkari æfingaumhverfi. Ummælin voru mikið rædd og nú fær hann Þorsteinn orð í eyra úr Hafnarfirði. „Tilgangurinn með þessum ummælum virðist vera markaðssetning á kvennaliði Breiðabliks þar sem markmiðið er að fá enn fleiri efnilegar stúlkur til að ganga til liðs við félagið,“ skrifaði Halldór. Og hélt áfram. „Stelpur sem spila með „lakari“ liðum í Pepsí Max deildinni, Lengjudeildinni eða í 2. deildinni. Stelpur sem eru í stórum hlutverkum í sínum liðum, fá að njóta sín, takast á við mótlæti, að þroskast og þróast sem leikmenn. Það kemur ávallt að þeim tímapunkti að efnilegir leikmenn taka næsta skref á sínum ferli, hvort sem það er að fara í sterkara lið hér á landi eða beint út í atvinnumennsku.“ „Hins vegar er þessi markaðssetning þjálfara Breiðablik taktlaus þar sem tilraunin virðist vera sú að reyna að fá 15 til 16 ára stúlkur til að yfirgefa sín uppeldisfélög – það er verið að grafa undan þeirri uppbyggingu sem á sér stað í fjölmörgum félögum.“ Allan pistilinn má lesa á fésbókarsíðu Hauka.
Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Breiðablik Haukar Tengdar fréttir Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30 Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. 1. október 2020 07:01 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Segir að Sveindís hefði átt að yfirgefa Keflavík fyrir löngu Þorsteinn Halldórsson segir ljóst að Sveindís Jane Jónsdóttir, ein nýjasta stjarna íslenska landsliðsins í fótbolta, hefði átt að fara mun fyrr frá Keflavík í sterkara lið. 30. september 2020 11:30
Breiðablik segir ummæli Þorsteins tekin úr samhengi Knattspyrnudeild Breiðabliks segir að ummæli Þorsteins Halldórssonar varðandi Sveindísi Jane Jónsdóttur og uppeldisfélag hennar hafa verið slitin úr samhengi. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Breiðablik gaf frá sér í gærkvöldi. 1. október 2020 07:01