Íslenski boltinn

Atli Viðar handviss um að Lennon slái markametið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Lennon hefur skorað sautján mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar.
Steven Lennon hefur skorað sautján mörk í átján leikjum í Pepsi Max-deild karla í sumar. vísir/daníel

Steven Lennon skoraði þrennu þegar FH sigraði ÍA, 0-4, á Akranesi á sunnudaginn. Skotinn er markahæstur í Pepsi Max-deild karla með sautján mörk og þarf aðeins þrjú mörk til að slá markametið í efstu deild á Íslandi.

Markametið er í eigu þeirra Péturs Péturssonar, Guðmundar Torfasonar, Þórðar Guðjónssonar, Tryggva Guðmundssonar og Andra Rúnars Bjarnasonar.

Í Pepsi Max stúkunni í gær spurði Guðmundur Benediktsson þá Atla Viðar Björnsson og Þorkel Máni Pétursson hvernig þeim litist á að Skoti ætti markametið í efstu deild á Íslandi.

„Met eru til þess að vera slegin en mér finnst eitthvað svo skemmtilegt við að allir sem eiga markametið hafa farið í nítján mörk. Þess vegna ætla ég að segja Lennon muni líka enda í nítján mörkum,“ sagði Máni.

Næstu tveir leikir FH eru gegn KA og Gróttu. „Ég ætla að spá því að Lennon verði kominn í 20 mörk eftir leikinn á móti Gróttu,“ sagði Atli Viðar um sinn gamla samherja hjá FH.

Lennon hefur leikið hér á landi með hléum frá 2011. Hann hefur alls skorað 88 mörk í 165 leikjum í efstu deild fyrir Fram og FH.

„Hann verður vel að því að slá þetta markamet. Það er engin spurning um það. Hann er búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar í gegnum árin,“ sagði Máni.

Klippa: Stúkan - Umræða um Lennon og markametið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×