Djöflarnir snúa aftur til Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2020 10:56 Tasmaníudjöflar eru taldir geta spornað gegn villiköttum og hjálpað dýralífi Ástralíu. EPA/BARBARA WALTON Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022. Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Tasmaníudjöflar eru snúnir aftur til Ástralíu eftir að þeir urðu útdauðir þar fyrir um þrjú þúsund árum. Djöflum var sleppt á afgirtu náttúruverndarsvæði í New South Wales í síðasta mánuði og stendur til að sleppa fleirum víðar um Ástralíu á næstunni. Markmiðið er bæði að bjarga djöflunum sjálfum, en þeir hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 2008, og verja dýralífið í Ástralíu gegn villiköttum. Villikettir í Ástralíu hafa komið verulega niður á stofnum nagdýra sem kallast Bandicoot. Talið er að djöflum hafi fækkað um 83 prósent á Tasmaníu, vegna sjúkdóms sem fór mjög illa með stofninn á undanförnum áratugum. Rannsóknir sýndu að villiköttum fjölgaði verulega á þeim svæðum þar sem djöflum fækkaði mjög. Í frétt ABC News í Ástralíu frá því í mars er haft eftir vísindamönnum að talið sé að lífkerfi Ástralíu gæti hagnast mjög á því að flytja djöfla þangað og þeir sömuleiðis. Dýralíf Ástralíu hefur beðið hnekki á undanförnum árum og hafa vanræðin að miklu verið rakin til loftslagsbreytinga. Gróðureldar hafa til að mynda drepið allt að þrjá milljarða dýra og þar að auki hefur skógarhögg dregið verulega úr svæðum þar sem dýr geta búið. Útdauði spendýra er hvergi verri en í Ástralíu. Frá því Evrópubúar stigu fyrst úr skipum sínunm í Ástralíu, með köttum sínum, er talið að nærri því 40 tegundir smádýra hafi dáið út. Gizmodo vitnar í rannsókn frá 2018 þar sem áætlað er að villikettir drepi um 1,8 milljón eðla á hverjum degi. Þeir drepi þar að auki 316 milljónir fulga og um 800 milljónir spendýra á ári hverju. Steingervingar hafa sýnt að Tasmaníudjöflar voru í Ástralíu fyrir rúmum þrjú þúsund árum. Þeir eru þó taldir hafa horfið þaðan vegna ágangs frá dingóum og mönnum og veðurfarsbreytinga. Leikarinn Chris Hemsworth og leikkonan Elsa Pataky, eiginkona Hemsworth, hjálpuðu til við að sleppa dýrunum og vöktu athygli á átakinu. Alls var 26 dýrum sleppt inn í þúsund ekra afgirt friðland. Hvert dýr er með staðsetningartæki á sér og eru myndavélar víða um friðlandi. Djöflunum var sérstaklega sleppt þarna svo hægt væri að fylgjast með árangri tilraunarinnar. Í frétt Reuters segir að verið sé að rækta fleiri Tasmaníudjöfla og að til standi að sleppa tuttugu til viðbótar á næsta ári og öðrum tuttugu árið 2022.
Ástralía Dýr Umhverfismál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira