Íslenski boltinn

Lennon um markametið: Einbeiti mér ekki of mikið að því

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Lennon segist að sjálfsögðu hugsa um markametið en það sé ekki það mikilvægasta.
Steven Lennon segist að sjálfsögðu hugsa um markametið en það sé ekki það mikilvægasta. vísir/hulda margrét

Steven Lennon skoraði þrennu þegar FH sigraði ÍA, 0-4, á Akranesi í dag. Hljóðið var gott í honum eftir leikinn.

„Ég er hæstánægður. Völlurinn var erfiður og þetta snerist allt um að fá þrjú stig,“ sagði Lennon við Vísi.

FH hefur spilað betur í sumar en þrátt fyrir það var sigurinn aldrei í hættu.

„Við vissum að þetta yrði erfitt á þessum velli. Við gerðum það sem við þurftum og bættum við mörkum undir lokin,“ sagði Lennon.

Hann hefur nú skorað sautján mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Markametið í efstu deild er nítján mörk og Lennon hefur fjóra leiki til að slá það.

„Að sjálfsögðu verður það aftast í huganum en það er ekki það mikilvægasta. Við viljum enda eins ofarlega og mögulegt er. En ef ég bæti það verður það fínt en ég einbeiti mér ekki of mikið að því. Ég vil bara vinna leikina,“ sagði Lennon.

Hann segir að möguleikinn á Íslandsmeistaratitlinum sé lítill en vill að FH-ingar endi tímabilið með stæl.

„Við viljum enda þetta vel og vinna alla leiki sem við getum. Valur er líklega of langt á undan okkur en við verðum að halda áfram,“ sagði Lennon að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×