Svona var blaðamannafundur Hamréns og Freys fyrir Rúmeníuleikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. október 2020 12:46 Ísland tapaði fyrir Englandi og Belgíu í síðustu landsleikjum, í Þjóðadeildinni, en var þá án margra fastamanna. Getty/Hafliði Breiðfjörð Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta leikina gegn Rúmeníu, Danmörku og Belgíu var kynntur í dag. Textalýsinguna má sjá hér að neðan. Hópur A landsliðs karla fyrir leikina gegn Rúmeníu í undanúrslitum umspils EM 2020 og gegn Danmörku og Belgíu í Þjóðadeild UEFA.Our squad for the upcoming games against Romania in the Euro 2020 Playoffs and Denmark and Belgium in the UEFA Nations League.#fyririsland pic.twitter.com/CCCaIJZoci— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 2, 2020 Erik Hamrén landsliðsþjálfari gat valið sinn sterkasta hóp ef undan er skilinn Hólmbert Aron Friðjónsson sem kom vel inn í liðið í síðustu landsleikjum að mati Hamréns en er meiddur. Þetta þýðir að Jóhann Berg Guðmundsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson, Rúnar Már Sigurjónsson og Alfreð Finnbogason snúa allir aftur í hópinn eftir að hafa misst af leikjunum í september af ólíkum ástæðum. Valsarinn Birkir Már Sævarsson er í hópnum eftir langa fjarveru, eftir góða frammistöðu að undanförnu í Pepsi Max-deildinni. Ekki var pláss fyrir menn á borð við Jón Guðna Fjóluson og Emil Hallfreðsson sem vanalega hafa átt sæti í hópnum. Allir þrír leikirnir í þessari landsleikjatörn fara fram á Laugardalsvelli. Ísland mætir Rúmeníu í umspili um sæti á EM fimmtudaginn 8. október. Sunnudaginn 11. október mætast Íslendingar og Danir í Þjóðadeildinni og þremur dögum síðar tekur Ísland á móti Belgíu í sömu keppni. Ef Ísland vinnur Rúmeníu mætir liðið annað hvort Búlgaríu eða Ungverjalandi 12. nóvember í hreinum úrslitaleik um sæti á EM sem fer fram víðs vegar um Evrópu á næsta ári. Íslendingar eru án stiga í riðli 2 í A-deild Þjóðadeildarinnar. Ísland tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli og 5-1 fyrir Belgíu í Brussel.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira