Japanski „Twitter-morðinginn“ játar að hafa myrt níu manns Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2020 08:19 Réttarhöld í máli Takahiro Shiraishi hófust í gær. EPA Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Japan Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Japanskur karlmaður hefur játað að hafa myrt níu manns eftir að hann komst í kynni við fólkið í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. Málið hefur vakið mikla athygli í Japan. Takahiro Shiraishi var handtekinn árið 2017 eftir að líkamshlutar fundust í íbúð hans í borginni Zama, ekki langt frá Tókýó. Hefur maðurinn í japönskum fjölmiðlum verið kallaður „Twitter-morðinginn“. Hinn 29 ára Shiraishi játaði sök þegar hann mætti fyrir dómara í gær og sagði að allt sem kæmi fram í ákæru væri satt. Verjendur Shiraishi segja hins vegar að réttast væri að hann fengi ekki hörðustu refsingu þar sem þeir segja að fórnarlömbin hafi veitt Shiraishi leyfi til að drepa þau. Ætti því að breyta ákæru í „morð með samþykki“ sem fæli í sér sex mánaða og upp í sjö ára fangelsi. Japanska blaðið Mainichi Shimbun hefur hins vegar eftir Shiraishi að hann sé á öðru máli en verjendurnir og að hann hafi drepið fórnarlömbin án samþykkis þeirra. Ætti yfir höfði sér dauðarefsingu Verði Shiraishi fundinn sekur um morð á hann yfir höfði sér dauðarefsingu, en í Japan en slíkum dómum fullnustað með hengingu. Málið hefur vakið gríðarlega athygli í Japan og segir í frétt BBC að rúmlega sex hundruð manns hafi reynt að komast að í dómsalnum þegar réttarhöld hófust í gær. Hafði uppi á fólki í sjálfsvígshugleiðingum Saksóknarar segja Shiraishi hafa opnað Twitter-reikning í mars 2017 til að komast í kynni við konur í sjálfsvígshugleiðingum. Taldi hann þær vera „auðveld skotmörk“. Á Shiraishi að hafa fengið fórnarlömbin til sín með því að segja þeim að hann gæti hjálpað þeim að binda enda á líf sitt og í sumum tilvikum sagst ætla að svipta sig lífi með þeim. Átta fórnarlamba mannsins voru konur, þar af ein fimmtán ára að aldri. Karlmaðurinn sem Shiraishi banaði var tvítugur að aldri og var drepinn eftir að hafa heimsótt Shiraishi þar sem hann leitaði að kærustu sinni. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Japan Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira