Íslenski boltinn

Sjö á leið í bann eftir leik KR og Fylkis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Beitir Ólafsson getur ekki leikið með KR gegn Víkingi á morgun.
Beitir Ólafsson getur ekki leikið með KR gegn Víkingi á morgun. vísir/hulda margrét

Sjö leikmenn sem tóku þátt í leik KR og Fylkis í Pepsi Max-deild karla á sunnudaginn eru á leið í leikbann.

Beitir Ólafsson, sem var rekinn af velli fyrir að slá til Ólafs Inga Skúlasonar, fékk eins leiks bann og missir því af leiknum gegn Víkingi á morgun. Þeir Arnþór Ingi Kristinsson og Pablo Punyed missa af leiknum gegn HK á sunnudaginn vegna fjögurra gulra spjalda.

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði, fékk sitt annað rauða spjald á tímabilinu gegn KR og er á leið í tveggja leikja bann. Þrír Fylkismenn, þeir Nikulás Val Gunnarsson, Orri Sveinn Stefánsson og Sam Hewson, fengu sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í leiknum gegn KR og missa því af leik Fylkis og Breiðabliks á Kópavogsvelli á sunnudagskvöldið.

Breiðablik verður Davíðs Ingvarssonar gegn KA á morgun en hann tekur þá út eins leiks bann. Davíð var rekinn af velli í leik Vals og Breiðabliks á sunnudaginn. Valsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson fékk einnig rautt spjald í leiknum og verður því fjarri góðu gamni gegn Gróttu á sunnudaginn. Gróttumennirnir Sigurvin Reynisson og Óskar Jónsson verða ekki með í þeim leik.

Stjörnumennirnir Halldór Orri Björnsson og Brynjar Gauti Guðjónsson taka út leikbann þegar Garðbæingar fá Fjölni í heimsókn á sunnudaginn. Fjölnismaðurinn Sigurpáll Melberg Pálsson missir einnig af þeim leik. 

Tveir markahæstu leikmenn ÍA, þeir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Stefán Teitur Þórðarson, taka út leikbann gegn FH á sunnudaginn. Baldur Sigurðsson verður heldur ekki með FH í þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×