Hafa áhyggjur af KR og segja liðið andlaust Sindri Sverrisson skrifar 30. september 2020 08:31 KR-ingar eru í erfiðri stöðu á botni deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
KR er á botni Pepsi Max-deildar kvenna en á enn eftir að leika þriðjung sinna leikja, þegar 19 dagar eru til stefnu, þar sem liðið hefur í þrígang farið í sóttkví í sumar. „Ég hef áhyggjur af KR-liðinu og aðallega af þessu andleysi,“ sagði Helena Ólafsdóttir í þætti sínum Pepsi Max mörkunum. Hún vísaði þar til frammistöðu Stjörnunnar í fyrri hálfleik, í 2-0 tapinu gegn Stjörnunni á föstudaginn. KR-ingar hafi einfaldlega ekki hlaupið og barist eins og lið sem berst fyrir lífi sínu í efstu deild: „Mér finnst þetta óskiljanlegt,“ sagði Mist Rúnarsdóttir en þær Margrét Lára Viðarsdóttir voru sérfræðingar þáttarins að þessu sinni. „Ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns“ „Ég ætla ekki að segja að það sé auðvelt að hlaupa og berjast alla leiki en ef þú getur það ekki þá áttu ekki séns. Að kasta svona sex stiga leik frá sér, með skelfilegri frammistöðu í fyrri hálfleik… Mér er alveg sama þó að það hafi vantað tvo leikmenn þarna, þannig er það alls staðar. Ef þú ætlar að hugsa með þér að þú eigir sex leiki eftir, sem er reyndar sturlað, þá er ekkert öruggt í því,“ sagði Mist. Helena sagðist vita til þess að KR hefði viljað spila í landsleikjahléinu í þessum mánuði, í stað þess að spila nú tvo leiki í viku þær þrjár vikur sem eru til stefnu. KR er með 10 stig, fimm stigum frá næsta örugga sæti, og á sex leiki eftir en önnur lið í fallbaráttunni þrjá. „Þær eiga þriðjung af sínum leikjum eftir, þegar það eru 19 dagar eftir. Þetta er alveg bilað. En það eru engar afsakanir varðandi þennan Stjörnuleik. Þá höfðu þær fengið hvíld og voru ferskar. Það er akkúrat leikurinn sem maður hefði haldið að væri einna mikilvægastur. Maður hefur alveg áhyggjur því þetta er ekki það lið sem er fráast á fæti í þessari deild,“ sagði Mist. Klippa: Pepsi Max mörkin - Lokaspretturinn hjá KR
Pepsi Max-deild kvenna KR Pepsi Max-mörkin Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 0-2 | Garðbæingar upp í 5. sætið Stjarnan vann öruggan sigur á KR, 0-2, á Meistaravöllum. Bæði mörkin komu í fyrri hálfleik. 25. september 2020 18:42