Heilbrigðisstarfsmenn mæta áreiti og rasisma Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2020 22:35 Hjúkrunarfræðingur framkvæmir Covid-próf í Salt Lake í Utah. AP/Rick Bowmer Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Víða hefur álagið aldrei verið meira frá því faraldurinn hóst í Bandaríkjunum í mars. Heilbrigðisstarfsmenn við skimunarstörf hafa orðið fyrir rasískum árásum. Undanfarna viku hafa rúmlega tvö þúsund manns greinst á degi hverjum að meðaltali í Wisconsin. Fyrir þremur vikum var meðaltalið 675. Svipað sögu er að segja frá Utah, Suður-Dakóta, Idaho, Iowa, Oklahoma og Missouri, þar sem Mike Parson, yfirlýstur andstæðingur andlitsgríma, smitaðist af Covid-19 í vikunni. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur smituðum fjölgað hratt í þessum ríkjum á síðustu vikum. Í Minnesota var ákveðið að hætta skimun þar sem heilbrigðisstarfsmenn fóru í hús og prófuðu fólk fyrir Covid-19. Það var gert eftir að heilbrigðisstarfsmenn urðu fyrir áreiti heimamanna og rasískum árásum. Í einu tilfelli lokuðu þrír menn götu með bílum sínum og hótuðu þeir heilbrigðisstarfsmönnum. Einn mannanna var með byssu. Verkefnið var á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Yfirmaður þess, Dr. Ruth Lynfield, sagði í samtali við blaðamann Star Tribune að hegðun þessi væri alfarið óásættanleg. Það væri eitt að vera ósáttur við viðbrögð yfirvalda við faraldrinum og allt annað að sýna fólki sem væri að reyna að hjálpa slíka hegðun og hóta þeim. Hafði aldrei orðið fyrir öðrum eins rasisma Hún segir flesta ekki hafa verið dónalega eða ógnandi. Hins vegar hafi tíðni atvika verið gífurlega há. Lynfield segir einn starfsmann af latneskum uppruna hafa sagst hafa orðið fyrir meiri rasisma á einni viku í Minnesota en alla ævi sína. Teymi hvítra heilbrigðisstarfsmanna urðu alls ekki fyrir sambærilegu áreiti og árásum. „Það er ekkert sem réttlætir þetta. Vírusinn er óvinurinn en ekki heilbrigðisstarfsmenn sem eru að reyna að hjálpa.“ Víðsvegar í þessum strjálbýlu ríkjum segja embættismenn frá því að íbúar séu tortryggnir gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Þeir séu hættir að hlusta á viðvaranir og leiðbeiningar um félagsforðun og persónulegar smitvarnir. „Ég er orðinn dauðþreyttur á að segja fólki að vera með grímur og ég veit að þau eru dauðþreytt á því að hlusta á mig,“ sagði embættismaðurinn Tony Moehr í Joplin í Missouri. Í Norman í Oklahoma samþykkti borgarráð í vikunni reglur um að fólk þyrfti að vera með grímur innandyra ef 25 eða fleiri koma saman. Norman er svokölluð háskólaborg og þar hefur smituðum fjölgað mjög hratt í haust. Á fundið borgarráðsins þar sem reglurnar voru samþykktar sagði íbúi sem heitir Josh Danforth og sagðist vera uppgjafahermaður, að ráðið gæti sett þær reglur sem það vildi. „Ef þið komið inn á mitt heimili og segið mér að ég þurfi að klæðast þessum heimskulega hlut, þá kemur til skotbardaga,“ sagði hann haldandi á grímu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58 Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Faraldur nýju kórónuveirunnar virðist nú herja á strjálbýl miðríki Bandaríkjanna af miklum krafti. Íbúar þessara ríkja eru margir hverjir andsnúnir sóttvörnum eins og grímum en á sama tíma er álag á sjúkrahús, skóla og aðrar stofnanir að aukast til muna. Víða hefur álagið aldrei verið meira frá því faraldurinn hóst í Bandaríkjunum í mars. Heilbrigðisstarfsmenn við skimunarstörf hafa orðið fyrir rasískum árásum. Undanfarna viku hafa rúmlega tvö þúsund manns greinst á degi hverjum að meðaltali í Wisconsin. Fyrir þremur vikum var meðaltalið 675. Svipað sögu er að segja frá Utah, Suður-Dakóta, Idaho, Iowa, Oklahoma og Missouri, þar sem Mike Parson, yfirlýstur andstæðingur andlitsgríma, smitaðist af Covid-19 í vikunni. Samkvæmt samantekt AP fréttaveitunnar hefur smituðum fjölgað hratt í þessum ríkjum á síðustu vikum. Í Minnesota var ákveðið að hætta skimun þar sem heilbrigðisstarfsmenn fóru í hús og prófuðu fólk fyrir Covid-19. Það var gert eftir að heilbrigðisstarfsmenn urðu fyrir áreiti heimamanna og rasískum árásum. Í einu tilfelli lokuðu þrír menn götu með bílum sínum og hótuðu þeir heilbrigðisstarfsmönnum. Einn mannanna var með byssu. Verkefnið var á vegum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, CDC. Yfirmaður þess, Dr. Ruth Lynfield, sagði í samtali við blaðamann Star Tribune að hegðun þessi væri alfarið óásættanleg. Það væri eitt að vera ósáttur við viðbrögð yfirvalda við faraldrinum og allt annað að sýna fólki sem væri að reyna að hjálpa slíka hegðun og hóta þeim. Hafði aldrei orðið fyrir öðrum eins rasisma Hún segir flesta ekki hafa verið dónalega eða ógnandi. Hins vegar hafi tíðni atvika verið gífurlega há. Lynfield segir einn starfsmann af latneskum uppruna hafa sagst hafa orðið fyrir meiri rasisma á einni viku í Minnesota en alla ævi sína. Teymi hvítra heilbrigðisstarfsmanna urðu alls ekki fyrir sambærilegu áreiti og árásum. „Það er ekkert sem réttlætir þetta. Vírusinn er óvinurinn en ekki heilbrigðisstarfsmenn sem eru að reyna að hjálpa.“ Víðsvegar í þessum strjálbýlu ríkjum segja embættismenn frá því að íbúar séu tortryggnir gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Þeir séu hættir að hlusta á viðvaranir og leiðbeiningar um félagsforðun og persónulegar smitvarnir. „Ég er orðinn dauðþreyttur á að segja fólki að vera með grímur og ég veit að þau eru dauðþreytt á því að hlusta á mig,“ sagði embættismaðurinn Tony Moehr í Joplin í Missouri. Í Norman í Oklahoma samþykkti borgarráð í vikunni reglur um að fólk þyrfti að vera með grímur innandyra ef 25 eða fleiri koma saman. Norman er svokölluð háskólaborg og þar hefur smituðum fjölgað mjög hratt í haust. Á fundið borgarráðsins þar sem reglurnar voru samþykktar sagði íbúi sem heitir Josh Danforth og sagðist vera uppgjafahermaður, að ráðið gæti sett þær reglur sem það vildi. „Ef þið komið inn á mitt heimili og segið mér að ég þurfi að klæðast þessum heimskulega hlut, þá kemur til skotbardaga,“ sagði hann haldandi á grímu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58 Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36 Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31 Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. 22. september 2020 19:58
Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. 25. september 2020 08:36
Hvenær kemur bóluefni við veirunni, hvað mun það kosta og hverjir verða bólusettir fyrst? Miklar vonir eru bundnar við bóluefni gegn Covid-19 og að þegar það komi á markað verði líf okkar líkara því sem það var fyrir faraldurinn. Þúsundir taka þátt í rannsóknum og prófunum á bóluefnum og ferli sem vanalega tekur allt að tíu ár eða meira á aðeins að taka mánuði nú. 24. september 2020 06:31
Segir Englendingum að gyrða sig í brók Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur kallað eftir því að Englendingar taki sig á, sýni aga og fylgi nýjum sóttvarnarreglum. 22. september 2020 22:25