Notar reynslu sína af fyrirmyndarskimun Íslendinga til að gagnrýna ríkisstjórn Trumps Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:36 Roxane Gay er einkum þekkt fyrir ritstörf sín. Vísir/getty Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla. Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira
Bandaríski rithöfundurinn Roxane Gay segir kórónuveiruskimun Íslendinga við landamærin og aðrar sóttvarnarráðstafanir stjórnvalda til fyrirmyndar í samanburði við það sem viðhaft er í Bandaríkjunum. Gay, sem kveðst stödd á Íslandi, notar samanburðinn til að gagnrýna viðbrögð Bandaríkjastjórnar við faraldrinum. Gay er þekkt víða um heim fyrir bækur sínar, sem einkum snúast um femínisma, útlitsdýrkun og líkamsvirðingu. Þekktustu rit hennar eru ritgerðasafnið Bad Feminist, smásagnasafnið Difficult Women og sjálfsævisagan Hunger. Gay kom til Íslands nú í vikunni og virðist enn stödd hér á landi ef marka má færslur hennar á Twitter, hvar fylgja henni nær átta hundruð þúsund manns. „Það fyrsta sem ég hugsaði við lendingu í Keflavík var að ég yrði að minnsta kosti ekki myrt af lögreglumanni næstu tíu dagana. Þetta er hugarástandið sem ég er í núna,“ skrifaði Gay í fyrradag. Þar vísar hún til ástandsins í Bandaríkjunum síðustu mánuði, þar sem lögregla hefur víða gengið hart fram gegn almennum borgurum sem safnast hafa saman til að mótmæla lögregluofbeldi gegn svörtum. Gay á rætur að rekja til Haítí og er sjálf svört. My first thought upon landing in Keflavik was, at least I won’t be killed by a cop for the next 10 days. That’s where my head is at.— roxane gay (@rgay) September 23, 2020 Þá tekur Gay reynslu sína af landamæraskimun til umfjöllunar á Twitter í gær. „Þegar maður kemur til Íslands fer maður í sýnatöku fyrir Covid, fimm daga sóttkví og svo aðra sýnatöku. Maður hleður niður smáforriti sem segir þér hvaða upplýsingar það vill og af hverju (smitrakning). Við fengum fyrstu niðurstöður okkar eftir sextán klukkutíma. Það að leyfa 201 þúsund manns að deyja er meðvituð ákvörðun,“ skrifar Gay. Upon arrival in Iceland, you take a COVID test, quarantine for 5 days then take another test. There is an app to download, that discloses what information it wants and why (contact tracing). We got our first results in 16 hours. To let 201,000 people die is a choice.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 „Ég er ekki að reyna að segja að það sé til fyrirmyndarríki. Það er ekki til. Það sem ég er að benda á er að það er hægt að heyja baráttu við faraldurinn. Það eru til kerfi í löndum í Evrópu, Asíu og Afríku. Þessi lönd sitja ekki á vitneskju sinni. Bandaríkin hafa einfaldlega ákveðið að hafna vitneskju, vísindum og heilbrigðri skynsemi af pólitískum ástæðum. Það er sannarlega svívirðilegt.“ And the point is not that there is a utopia out there. There isn’t. The point is that there is a way to combat the pandemic. There are models in countries across Europe, Asia and Africa. These countries tries aren’t hoarding their knowledge.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 The US has simply decided to refute knowledge, science, and common sense for political reasons. It is truly outrageous.— roxane gay (@rgay) September 24, 2020 Gay er yfirlýstur andstæðingur Donalds Trump Bandaríkjaforseta og er greinilega afar óánægð með viðbrögð ríkisstjórnar hans við faraldrinum. Trump-stjórnin hefur enda verið gagnrýnd harðlega fyrir að grípa seint og illa til aðgerða gegn veirunni. Langflest tilfelli veirunnar á heimsvísu, eða tæpar sjö milljónir, hafa greinst í Bandaríkjunum og þar hafa jafnframt langflestir látist úr Covid, eða rúmlega 200 þúsund, samkvæmt tölum frá Johns Hopkins-háskóla.
Íslandsvinir Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira