Íslenski boltinn

Nær Gibbs að bæta markametið eða komast upp fyrir Viktor?

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ástralinn Joey Gibbs er langmarkahæstur í Lengjudeildinni með 21 mark.
Ástralinn Joey Gibbs er langmarkahæstur í Lengjudeildinni með 21 mark. mynd/@keflavik

Það bendir flest til þess að Keflavík muni leika í Pepsi Max deild karla á næstu leiktíð og Ástralinn Joey Gibbs hefur leikið lykihlutverk í leið Keflvíkinga í toppsæti Lengjudeildarinnar.

Keflvíkingar unnu 3-1 sigur á Vestra á Ísafirði í gær. Heimamenn komust yfir en gestirnir svöruðu með þremur mörkum í síðari hálfleik.

Eitt af mörkum Keflvíkinga skoraði Joey Gibbs. Ástralinn hefur farið á kostum og er kominn með 21 mark í sumar.

Síðasti maðurinn til þess að fara yfir tuttugu mörk í næst efstu deild var Viktor Jónsson með Þrótti árið 2018.

Fossvogspilturinn skoraði þá 22 mörk en það þarf að fara allt aftur til ársins 1976 til að finna þann markahæsta í næst efstu deild.

Örn Óskarsson skoraði 25 mörk fyrir ÍBV það tímabilið en Ástralinn markheppni hefur fimm leiki til þess að bæta metið.

Keflavík á eftir að spila við ÍBV, Grindavík, Leikni Fáskrúðsfirði, Fram og Magna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×