Innlent

166 konur þurfa aftur í sýnatöku

Samúel Karl Ólason skrifar
Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok ágúst að alvarleg mistök hafi verið gerð hjá Krabbameinsfélaginu við skoðun leghálssýnis og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir.
Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok ágúst að alvarleg mistök hafi verið gerð hjá Krabbameinsfélaginu við skoðun leghálssýnis og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Vísir/Vilhelm

Búið er að endurskoða fjögur þúsund sýni frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. 166 konur, sem eiga sýni af þessum fjögur þúsund, þurfa að koma í nýja sýnatöku. Alls stendur til að endurskoða sex þúsund sýni og er búist við að þeirri skoðun ljúki um miðjan október.

Sagt var frá því í fréttum Stöðvar 2 í lok ágúst að alvarleg mistök hafi verið gerð hjá Krabbameinsfélaginu við skoðun leghálssýnis og kona sem fékk rangar niðurstöður er nú með ólæknandi krabbamein sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir.

Sýni hennar frá 2018 var endurskoðað og komu greinilegar frumubreytingar á því.

Fljótt kom í ljós að minnst 30 konur hefðu fengið rangar niðurstöður um frumubreytingar í leghálsskoðun árið 2018 og að unnið væri að því að endurskoða um sex þúsund sýni.

Krabbameinsfélagið mun birta uppfærðar tölur um endurtalningu sýnanna vikulega, hvern fimmtudag, þar til endurskoðun er lokið. Miðað við síðustu tölur þá virðist hlutfall þeirra sem þurfa í nýja sýnatöku fara minnkandi.

Nokkrar þeirra kvenna sem fengu rangar niðurstöður hafa þurft að fara í keiluskurð vegna alvarlegra frumubreytinga.


Tengdar fréttir

Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári

Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári.

And­lát 24 ára gamallar konu á borð land­læknis

Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis.

Segir sárt að fylgjast með um­ræðunni um gæði leg­háls­krabba­meins­skimunar

Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.