Segir sárast að Krabbameinsfélagið bendi bara á sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2020 17:42 Krabbameinsfélagið áréttar í yfirlýsingu að félagið beri alla ábyrgð á málinu og afleiðingum þess. Vísir/Sigurjón Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fyrrverandi starfsmaður Krabbameinsfélagsins, segist vera í andlegu áfalli vegna mistaka sem hún gerði í starfi við frumugreiningar hjá félaginu. Henni finnist þó sárast að sjá hvernig félagið kenni henni um allt saman. Þetta kemur fram í samtali hennar á vef Mannlífs. Fréttastofa Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis greindi frá því á dögunum að kona um fimmtugt hefði fengið rangar niðurstöður við reglubundna leghálsskoðun árið 2018 hjá Krabbameinsfélaginu. Í ár veiktist hún svo alvarlega en hún er með ólæknandi krabbamein. Félagið vinnur nú að því að endurskoða sex þúsund leghálssýni og er komið strax í ljós að að minnsta kosti þrjátíu konur fengu ranga niðurstöðu árið 2018. Félagið hefur sagt að um mannleg mistök væri að ræða hjá veikum starfsmanni sem sinnti leghálsgreiningunni. Í framhaldinu hefði komið í ljós að 2,5 prósent þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafi verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Krabbameinsfélagið hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að varpa ábyrgðinni á starfsmanninn. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra sagðist í liðinni viku vera öskureið yfir siðleysi og aumingjadómi Krabbameinsfélagsins, eins og hún komst að orði. Ofsalegt högg Starfsmaðurinn ræðir málið í viðtali við Mannlíf í dag. „Ég er búin að vera í andlegu sjokki. Ég er rétt að reyna jafna mig á þessu og reyna að ná áttum. Þetta var ofsalegt högg fyrir mig og er búið að vera ofsalega sárt,“ segir starfsmaðurinn. Hún hafi farið niður í dimman dal. Hún viðurkenni mannleg mistök sín en henni sárnar hvernig hennar fyrrverandi vinnuveitandi svari fyrir þau. Krabbameinsfélagið hefur sagst harma málið og þær alvarlegu afleiðingar sem það hefur þegar haft.Vísir/Vilhelm „Að félagið bendi bara á mig finnst mér sárast og erfitt að kyngja. Ég er enn með kökkinn í hálsinum.“ Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins í síðustu viku kom fram að starfsmaðurinn hefði ekki verið við störf síðan í febrúar sökum veikinda. Á vef félagsins í sumar var fjallað um það þegar starfsmaðurinn var kvaddur með pompi og prakt fyrir vel unnin störf. Var úr fjölda hæfra umsækjenda Starfsmaðurinn „var valin úr hópi fjölda hæfra umsækjenda á sínum tíma og það kom strax í ljós að við höfðum valið vel. Hún reyndist fyrirmyndarstarfsmaður sem hefur unnið störf sín af mikilli kostgæfni og við kveðjum hana með miklu þakklæti - þó svo að við munum nú vonandi hittast á öðrum vettvangi,“ sagði Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir á frumurannsóknarstofu, af þessu tilefni. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, þakkaði starfsmannium kærlega fyrir vel unnin störf „í þágu afar mikilvægs málstaðar óskum við þeim velferðar og bjartrar framtíðar í nýjum verkefnum.“ Fram kom að starfsmaðurinn hefði rannsakað um fimmtíu þúsund sýni á fimmtán árum hjá Krabbameinsfélaginu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Krabbameinsfélagsins. Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir, kynningarstjóri félagsins, segir að það hafi verið gert til að gæta nafnleyndar starfsmannsins. Starfsmaðurinn baðst undan frekari viðtölum þegar fréttastofa náði af henni tali í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 22:25 með viðbrögðum kynningarstjóra Krabbameinsfélagsins. Þá hafa nafn og mynd af starfsmanninum verið fjarlægð.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira