Andlát 24 ára gamallar konu á borð landlæknis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. september 2020 17:48 Sævar Þór Jónsson er lögmaður konunnar sem greindist með ólæknandi krabbamein í kjölfar mistakanna. Stöð 2 Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum síðan en hún veiktist heiftarlega árið 2014 að sögn lögmanns fjölskyldu hennar en hún hafði farið í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013. Fram hefur komið í fréttum Vísis að þremur málum hafi verið vísað til landlæknis eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að því að tilkynna tvö mál til viðbótar, annað málið var sent til landlæknis í dag en hitt verður sent inn á morgun. Málin eru öll sambærileg og bendir allt til þess að mistök hafi verið gerð í öllum malanna við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fimm mál eru nú á borði Sævars og eru komin í ferli en 25-30 mál til viðbótar hafa verið tilkynnt til hans. Hann segir þau mál í skoðun en óvíst sé að þau séu af sama meiði og þau mál sem hafi verið til umfjöllunar undanfarið og of snemmt sé að segja til um hvort þau tengist þeim málum sem hafi verið til umfjöllunar. „Ég hef ákveðið að taka þessi fimm mál til frekari meðferðar vegna þess að ég tel sterkan grun um að þau séu af sama toga,“ segir Sævar í samtali við Vísi. „Fólk sendir kannski eitthvað sem snýst að krabbameinum sem eru ekki svipuð þeim sem hafa verið til umfjöllunar núna en tilfinningin er sú að þeim gæti fjölgað.“ Flestar kvennanna á þrítugs- og fertugsaldri Umbjóðendur Sævars hyggjast fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélagsins vegna málanna. Sævar segir grun um að mistökin hafi verið gerð í fjölda ára og þar sé um að kenna verkferlum, ekki einstaka starfsmönnum. Í kjölfar þess að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni sem tekin voru á árunum 2017 og 2018. Sævar segir þó fulla ástæðu til þess að fara lengra aftur í tímann. Hann telur fulla ástæðu til þess að skoða sýni allt frá árinu 2013. „Kjarninn í þessu er að þetta eru mál sem gætu náð yfir lengra tímabil. Ég tel að það þurfi að skoða lengra aftur í tímann,“ segir Sævar. Hann segir flestar kvennanna, hverra mál hafa verið send til Sævars, vera á þrítugs og fertugsaldri. „Ég er líka með mál kvenna sem eru eldri, líka á fimmtugsaldri en flest tilvikin virðast vera konur á þrítugs- og fertugsaldri.“ Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Fjölskylda 24 ára gamallar konu sem lést úr leghálskrabbameini og hafði farið í skimun hjá Krabbameinsfélagi Íslands sem benti til að nánari skoðanir þyrfti að gera hefur vísað máli hennar til landlæknis. Konan lést fyrir þremur árum síðan en hún veiktist heiftarlega árið 2014 að sögn lögmanns fjölskyldu hennar en hún hafði farið í leghálsskoðun hjá Krabbameinsfélaginu árið 2013. Fram hefur komið í fréttum Vísis að þremur málum hafi verið vísað til landlæknis eftir að í ljós kom að mistök höfðu verið gerð við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður kvennanna, segir í samtali við fréttastofu að verið sé að vinna að því að tilkynna tvö mál til viðbótar, annað málið var sent til landlæknis í dag en hitt verður sent inn á morgun. Málin eru öll sambærileg og bendir allt til þess að mistök hafi verið gerð í öllum malanna við greiningu sýna hjá Krabbameinsfélaginu. Fimm mál eru nú á borði Sævars og eru komin í ferli en 25-30 mál til viðbótar hafa verið tilkynnt til hans. Hann segir þau mál í skoðun en óvíst sé að þau séu af sama meiði og þau mál sem hafi verið til umfjöllunar undanfarið og of snemmt sé að segja til um hvort þau tengist þeim málum sem hafi verið til umfjöllunar. „Ég hef ákveðið að taka þessi fimm mál til frekari meðferðar vegna þess að ég tel sterkan grun um að þau séu af sama toga,“ segir Sævar í samtali við Vísi. „Fólk sendir kannski eitthvað sem snýst að krabbameinum sem eru ekki svipuð þeim sem hafa verið til umfjöllunar núna en tilfinningin er sú að þeim gæti fjölgað.“ Flestar kvennanna á þrítugs- og fertugsaldri Umbjóðendur Sævars hyggjast fara í skaðabótamál við Krabbameinsfélagsins vegna málanna. Sævar segir grun um að mistökin hafi verið gerð í fjölda ára og þar sé um að kenna verkferlum, ekki einstaka starfsmönnum. Í kjölfar þess að upp komst um mistökin ákvað Krabbameinsfélagið að endurskoða 6000 sýni sem tekin voru á árunum 2017 og 2018. Sævar segir þó fulla ástæðu til þess að fara lengra aftur í tímann. Hann telur fulla ástæðu til þess að skoða sýni allt frá árinu 2013. „Kjarninn í þessu er að þetta eru mál sem gætu náð yfir lengra tímabil. Ég tel að það þurfi að skoða lengra aftur í tímann,“ segir Sævar. Hann segir flestar kvennanna, hverra mál hafa verið send til Sævars, vera á þrítugs og fertugsaldri. „Ég er líka með mál kvenna sem eru eldri, líka á fimmtugsaldri en flest tilvikin virðast vera konur á þrítugs- og fertugsaldri.“
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06 Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46 Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Sjá meira
Allir sem sinna heilbrigðisþjónustu þurfa að skila gæðauppgjöri á næsta ári Landlæknisembættið hyggst efla eftirlit með þeim sem veita heilbrigðisþjónustu hér á landi á næsta ári en í heild eru það um 3100 aðilar. Stofnunin hefur síðustu þrjú ár gert innan við tíu úttektir á heilbrigðisþjónustu og kórónuveirufaraldurinn hefur sett strik í reikninginn á þessu ári. 12. september 2020 14:06
Enn fleiri kallaðar til nýrrar leghálsskoðunar Konum sem Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur kallað til nýrrar leghálsskoðunar vegna mannlegra mistaka við greiningu árið 2018 heldur áfram að fjölga. Þær eru nú orðnar sextíu og fimm. 10. september 2020 17:46
Segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar Framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár segir sárt að fylgjast með umræðunni um gæði leghálskrabbameinsskimunar hjá Krabbameinsfélaginu. Hér á landi sé ein lægsta dánartíði af völdum leghálskrabbameins í heiminum, sem sé besti gæðavísirinn. Það versta sem geti gerst er að konur hætti að mæta í skimun. 9. september 2020 19:00
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent