Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2020 18:46 Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira
Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Sjá meira