Með ólæknandi krabbamein eftir mistök hjá Krabbameinsfélaginu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. ágúst 2020 18:46 Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál. Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Alvarleg mistök voru gerð hjá Krabbameinsfélagi Íslands við skoðun leghálssýnis. Kona um fimmtugt fékk rangar niðurstöður og er nú með ólæknandi krabbamein sem líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir. Krabbameinsfélagið harmar málið. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018. Í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Krabbameinið nú ólæknandi „Þá kemur í ljós hún er undirlögð af krabbameini. Hún greinist með krabbamein sem hefur dreift sér á skömmun tíma og það þótti sérstakt hve mikið það var búið að dreifa sér miðað við að hún hefði farið í skoðun fyrir tveimur árum," segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður. Æxlið var 7 sentímetrar. Það var farið að þrýsta á þvagblöðruna og lokaði leiðara að öðru nýranu. „Það var ekki hægt að skera það og krabbameinið er ólæknandi og framhaldið hvað varðar hana er algjörlega óljóst,“ segir Sævar Þór. Eftir þetta var sýnið frá 2018 endurskoðað og sáust greinilega miklar frumubreytingar. Konan hafði fengið ranga niðurstöðu. Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar Allir harmi slegnir hjá Krabbameinsfélaginu „Við erum öll harmi slegin yfir því að þetta hafi gerst. Hér erum við að starfa að því að koma í veg fyrir að krabbamein í leghálsi geti komið upp“, segir Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir leitarsviðs Krabbameinsfélagsins. Lífeindafræðingar hjá Krabbameinsfélaginu greina sýnin. En hvað gerist? „Það sem hefur gerst er hreinlega það að það hafa yfirsést frumubreytingar sem voru til staðar,“ segir Ágúst Ingi. Frumubreytingarnar voru augljósar. „Við getum ekki sagt annað. Það hefði átt að kalla konuna inn í frekari skoðun, já,“ segir Ágúst. Líklega hefði verið hægt að koma í veg fyrir krabbamein Læknar hafa sagt við konuna að ef mistökin hefðu ekki verið gerð hefði líklega verið hægt að fyrirbyggja frekari dreifingu á æxlinu eða koma alveg í veg fyrir myndun æxlis með til dæmis keiluskurði. „Það eru líkur á því,“ segir Ágúst. Ágúst Ingi Ágústsson, yfirlæknir hjá Krabbameinsfélaginu harmar mistökin. Sævar Þór segir þetta hafa verið gríðarlegt áfall fyrir konuna sem sé á besta aldri. „Enda er fólk í þessari stöðu að treysta því þegar það fer í svona athugun innan heilbrigðiskerfisins að sú athugun geti tryggt þeim það að þau fái rétta greiningu," segir Sævar. Sérstakt gæðaeftirlit Krabbameinsfélagsins á að koma í veg fyrir að svona geti gerst. Tíu prósent eðlilegra sýna eru endurskoðuð og tölva skimar sýnin í dag. Alvarlegustu mistök sem gerð hafa verið „Sem betur fer vitum við ekki til þess að svona alvarleg tilfelli hafi komið upp en það koma upp tilfelli á um tveggja til þriggja ára fresti þar sem okkur hefur yfirsést en þá eru það oftast nær mun vægari breytingar og mun styttra komið," segir Ágúst. Málið hefur verið tilkynnt til landlæknis og er nú unnið að viðbrögðum í samvinnu við embættið. Þá ætlar Krabbameinsfélagið vegna málsins - að endurskoða sýni aftur í tímann. Konan ætlar í skaðabótamál.
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira