Íslenski boltinn

ÍA sektað vegna ummæla Arnars Más

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Már fagnar eftir leik ÍA síðasta sumar.
Arnar Már fagnar eftir leik ÍA síðasta sumar. Vísir/Daníel

Knattspyrnudeild ÍA hefur verið sektað um 50 þúsund krónur eftir ummæli Arnars Más Guðjónssonar, leikmanns liðsins, á Twitter.

Leikmaðurinn var ekki sáttur með dómgæsluna í leik Vals og ÍA í síðustu viku og lét gamminn geisa á Twitter eftir leikinn.

„Guðmundur Ársæll Aumingi Rassgatsson. Valur voru betri og áttu sigurinn skilið en við fengum tækifæri til að jafna. Rassgatsson hunsar þá línuvörð sem kallar víti, víti víti!“ skrifaði Arnar.

Hann var ekki í leikmannahópi ÍA í leiknum en hann hefur verið glímt við meiðsli í allt sumar.

Nú þarf ÍA hins vegar að taka upp veskið og greiða sektina eftir að aga- og úrskurðarnefnd komst að þessari niðurstöðu þann 22. september.

„Var um að ræða opinber ummæli sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi verið vegið að heiðarleika og æru dómara í fyrrgreindum leik ÍA og Vals,“ segir í dómnum.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.