Íslenski boltinn

Sjáðu gæsahúðarmyndband til heiðurs Óskari Erni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Óskar Örn Hauksson er orðinn leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi.
Óskar Örn Hauksson er orðinn leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. vísir/bára

Óskar Örn Hauksson, fyrirliði KR, sló leikjametið í efstu deild karla á Íslandi á mánudaginn. Hann lék þá sinn 322. leik í efstu deild þegar KR sigraði Breiðablik á Kópavogsvelli, 0-2.

Óskar Örn, sem er 36 ára, lék sína fyrstu leiki í efstu deild með Grindavík 2004. Hann hefur leikið með KR frá 2007 og þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fjórum sinnum bikarmeistari með Vesturbæjarliðinu. Óskar Örn var valinn besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra.

Eins og áður sagði hefur Óskar Örn leikið 322 leiki í efstu deild. Í þeim hefur hann skorað 78 mörk og gefið 65 stoðsendingar. Hann er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild frá upphafi.

Í lok Pepsi Max stúkunni á Stöð 2 Sport var sýnt sannkallað gæsahúðarmyndband til heiðurs Óskari Erni þar sem sjá mátti brot af því besta frá ferli Njarðvíkingsins.

Myndbandið glæsilega má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Myndband til heiðurs Óskari Erni

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×