Líklegt að Trump hafi nægan stuðning Repúblikana til að tilnefna í Hæstarétt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. september 2020 08:22 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hyggst kynna dómaraefni sitt til Hæstaréttar í lok þessarar viku. Getty/Chip Somodevilla Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. Demókratar höfðu litið til þeirra Cory Gardner, öldungadeildarþingmanns frá Colorado, og Chuck Grassley, öldungadeildarþingmanns frá Iowa, í von um stuðning við þau sjónarmið að bíða eigi með að tilnefna nýjan dómara þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Gardner og Grassley lýstu því hins vegar báðir yfir í gær að þeir hyggist styðja þann sem Trump tilnefnir í embættið, gefið að viðkomandi sé hæfur til þess að verða dómari. Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney, sem hefur eldað grátt silfur við samflokksmann sinn forsetann og Demókratar hafa því einnig litið til, vildi ekki svara því í gær hvort hann ætli að styðja tilnefningu Trump. „Áður en ég segi eitthvað þá vil ég funda með kollegum mínum sem ég geri á morgun [í dag, þriðjudag],“ sagði Romney við blaðamenn. Yrði með íhaldsömustu dómurunum Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana höfðu áður gefið til kynna að þeir styddu ekki að atkvæði yrðu greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þurfa hins vegar tveir þingmenn til viðbótar að ganga úr skaftinu. Nú virðist hins vegar útséð með það eftir yfirlýsingar Gardner og Grassley í gær. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 Demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Trump sagði í gær að hann ætli að kynna dómaraefni sitt á föstudag eða laugardag. Amy Coney Barrett, 48 ára gamall dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis, er talin líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum Trump. Skipan Barrett myndi færa Hæstarétt verulega til hægri enda yrði hún með íhaldssömustu dómurum, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. watch on YouTube Meirihluti Bandaríkjamanna vill bíða þar til eftir kosningar Þá yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni ef Repúblikönum tekst að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. Frá árinu 1975 hefur það tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu á hæstaréttardómara. Nú eru aðeins rúmir fjörutíu dagar til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt áform Repúblikana um að skipa dómara fyrir kosningarnar og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hafa McConnell og aðrir Repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa Repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan dómara við Hæstarétt. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn. Átta af hverjum tíu Demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur Repúblikana. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Útlit er fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi nægan stuðning Repúblikana í öldungadeildinni til þess að tilnefna nýjan dómara í Hæstarétt Bandaríkjanna eftir andlát Ruth Bader Ginsburg. Demókratar höfðu litið til þeirra Cory Gardner, öldungadeildarþingmanns frá Colorado, og Chuck Grassley, öldungadeildarþingmanns frá Iowa, í von um stuðning við þau sjónarmið að bíða eigi með að tilnefna nýjan dómara þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. Gardner og Grassley lýstu því hins vegar báðir yfir í gær að þeir hyggist styðja þann sem Trump tilnefnir í embættið, gefið að viðkomandi sé hæfur til þess að verða dómari. Öldungadeildarþingmaðurinn Mitt Romney, sem hefur eldað grátt silfur við samflokksmann sinn forsetann og Demókratar hafa því einnig litið til, vildi ekki svara því í gær hvort hann ætli að styðja tilnefningu Trump. „Áður en ég segi eitthvað þá vil ég funda með kollegum mínum sem ég geri á morgun [í dag, þriðjudag],“ sagði Romney við blaðamenn. Yrði með íhaldsömustu dómurunum Tveir öldungadeildarþingmenn Repúblikana höfðu áður gefið til kynna að þeir styddu ekki að atkvæði yrðu greidd um dómaraefni Trump fyrir kosningar. Til þess að stöðva ferlið þurfa hins vegar tveir þingmenn til viðbótar að ganga úr skaftinu. Nú virðist hins vegar útséð með það eftir yfirlýsingar Gardner og Grassley í gær. Repúblikanar eru með 53 þingmenn í öldungadeildinni gegn 47 Demókrötum. Féllu atkvæði jafnt gæti Mike Pence, varaforseti, skorið á hnútinn með oddaatkvæði. Trump sagði í gær að hann ætli að kynna dómaraefni sitt á föstudag eða laugardag. Amy Coney Barrett, 48 ára gamall dómari við áfrýjunardómstól 7. svæðis, er talin líklegust til þess að hljóta náð fyrir augum Trump. Skipan Barrett myndi færa Hæstarétt verulega til hægri enda yrði hún með íhaldssömustu dómurum, líkt og fjallað var um á Vísi í gær. watch on YouTube Meirihluti Bandaríkjamanna vill bíða þar til eftir kosningar Þá yrði það ein snaggaralegasta skipan í sögunni ef Repúblikönum tekst að staðfesta nýjan dómara fyrir kosningar. Frá árinu 1975 hefur það tekið öldungadeildina að meðaltali 71 dag að staðfesta tilnefningu á hæstaréttardómara. Nú eru aðeins rúmir fjörutíu dagar til kjördags. Demókratar hafa gagnrýnt áform Repúblikana um að skipa dómara fyrir kosningarnar og vísað til þess þegar Mitch McConnell, leiðtogi öldungadeildarinnar, kom í veg fyrir að þingið fjallaði um dómaraefni Baracks Obama, þáverandi forseta, þegar sæti losnaði við Hæstarétt tíu mánuðum fyrir kjördag árið 2010. Rök McConnell þá voru að ekki gengi að staðfesta dómara svo nærri kosningunum og að kjósendur þyrftu að fá að segja hug sinn til hver fengi að skipa nýjan dómara. Hafa McConnell og aðrir Repúblikanar verið sakaðir um hræsni fyrir að vilja flýta skipan dómara í gegn nú þegar mun styttra er til kosninga. Líkt og árið 2016 hafa Repúblikanar þó meirihluta í öldungadeildinni og geta staðfest dómara ef þeim svo sýnist. Skoðanakönnun á vegum Reuters-fréttastofunnar bendir til þess að 62% Bandaríkjamanna vilji að sá sem vinnur forsetakosningarnar í nóvember velji nýjan dómara við Hæstarétt. Tæpur fjórðungur sagðist mótfallinn. Átta af hverjum tíu Demókrötum vilja að nýkjörinn forseti velji dómarann og helmingur Repúblikana.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00 Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59 Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48 Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Segir Trump misnota vald sitt Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, hefur kallað fyrirætlanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að tilnefna hæstaréttardómara fyrir kosningarnar í nóvember, misnotkun á valdi. 20. september 2020 23:00
Annar þingmaður Repúblikana mótmælir fyrirhugaðri tilnefningu til Hæstaréttar Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrata, hyggst ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta um áætlun hans um að tilnefna nýjan dómara til Hæstaréttar Bandaríkjanna áður en kjörtímabili hans lýkur. 20. september 2020 16:59
Segist ætla að tilnefna konu til Hæstaréttar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ætla að tilnefna konu til að taka við sæti Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna. Hann segist þar að auki ætla að tilnefna konuna sem fyrst. 20. september 2020 08:48
Heitir því að greiða atkvæði um nýjan hæstaréttardómara Mitch McConnell, forseti öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir að ef Donald Trump, forseti, tilnefni mann til að taka við af Ruth Bader Ginsburg í Hæstarétti Bandaríkjanna, muni öldungadeildin greiða atkvæði um tilnefninguna. 19. september 2020 12:30