Erlent

Sam McBratney látinn

Sylvía Hall skrifar
Bókin Veistu hvað ég elska þig mikið? er þekktasta bók McBratney.
Bókin Veistu hvað ég elska þig mikið? er þekktasta bók McBratney. Twitter

Sam McBratney, höfundur barnabókarinnar Veistu hvað ég elska þig mikið? er látinn 77 ára að aldri. Bókin, sem heitir á móðurmáli skáldsins Guess How Much I Love You?, var þýdd yfir á 57 tungumál og seldist í fimmtíu milljónum eintaka um allan heim.

Bókin fjallar um Stóra og Litla héraljúf sem reyna að mæla væntumþykjuna, sem reynist þeim erfitt. Hún er hvað þekktust fyrir lokaorðin: „Ég elska þig til tunglsins og til baka“.

Bókin var fyrst gefin út árið 1994 og var meðal annars þýdd yfir á íslensku. McBratney var kennari áður en hann sneri sér að rithöfundastörfum og gaf út yfir fimmtíu bækur á ferlinum. Engin var þó jafn vinsæl og bókin um Stóra og Litla héraljúf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.